Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 34

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 34
— Nei, nei, hrópar Pétur iitli og grúf- ir sig í pils móður sinnar. Það er úti- lokað að hann heilsi kurteislega Jónu frænku, sem nýkomin er í heimsókn. Pétur er tæplega tveggja ára, og ein- mitt á þeim aldri hafa mörg börn til- hneigingu til að taka neikvæða afstöðu til allra, sem þau umgangast ekki á hverjum degi. Þetta er fyrirbrigði sem gengur yfir og hægt er að kalla mömmu- veiki. Besta ráðið gegn þessu er að láta sem ekkert sé og leyfa barninu að átta sig á gestunum í ró og næði. Því miður eyðileggja mæður oft af hugsunarleysi eða þekkingarleysi þá öryggistilfinningu hjá barninu, sem er besta vörn þess gegn mikilli mömmuveiki. Það gerist þannig, að barninu er hót- að eins og með þessu: — Ég fer frá þér, ef þú hlýðir ekki, og við skiptum á þér og öðrum krakka o. s. frv. Það er nefni- lega freistandi að nota svona hótanir í augnablikinu gagnvart lítilli manneskju, sem tekur allt bókstaflega. En í staðinn á maður á hættu að koma af stað hræðslu og öryggisleysi, sem mjög erfitt er að vinna bug á seinna meir. MÖMMUBÖRN Og þegar svo barnið er orðið þannig, af rangri meðhöndlun og óheppilegum kringumstæðum, að það er óhamingju- samt og óánægt í hvert skipti sem móðir þess fer út, grípur mörg móðirin til rangra ráðstafana. Til þess að sleppa við uppistand lof- ar hún því að vera heima, en strax og sá sem á að gæta barnsins hefur leitt athygli þess að einhverju öðru, læðist hún samt í burtu. Það liggur I augum uþpi að þessi framkoma gerir barnið enn óöruggara en það var. Því þegar ekki er einu sinni hægt að treysta því að mamma verði kyrr, þegar hún hefur sagt það, hlýtur maður alltaf að vera á verði gagnvart því að hún laumist ekki í burtu. Það er betra að ganga hreint til verks frá byrjun, ef þannig stendur á. Það borgar sig yfirleitt alltaf fyrir báða að- ila að uppalandinn taki nauðsynlegustu óþægindi á sig undanfærslulaust. Ef ekki er litið á barnauppeldi með mikilli yfirsýn er hægt að yfirvinna erfiðleikana I augnablikinu, en áhrifin er kannski ekki hægt að yfirvinna fyrr en eftir ár og dag. Kjörorðið er: ÆSKAN FYRIR ÆSKUNA vetur og sumar þær greinar sem keppt er í og ná árangri sem frambærilegur er á leikunum. Til þess að þið getið áttað ykkur á hvaða árangri þið þurfið að ná til þess að hafa möguleika, læt ég fylgja hér á eftir töflu yfir árangur í öllum ,grein- um í Kóngsbergi 1974. 11 ára 12 ára telpur drengir telpur drengir 60 m hlaup: Sigurvegari nr. 16 600 m hl.: Sigurvegari nr. 16 Hástökk: Sigurvegari nr. 16 Langstökk: Sigurvegari nr. 16 Kúluvarp: Sigurvegari nr. 16 8.6 3.4 9.1 9.0 1:48.3 1:42.3 1:56.0 1:49.2 1.38 1.46 1.15 1.35 4.58 4.71 3.95 4.15 9.33 6.71 8.2 8.2 8.9 8.6 1:43.0 1:36.5 1:51.5 1:44.7 1.46 1.51 1.20 1.25 4.99 4.95 4.19 4.38 9.38 14.68 7.18 8.71 32

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.