Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 47

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 47
20 ÁRA STARFSAFMÆLI I ÞÁGU LÍKAMSRÆKTAR Á ÍSLANDI beina löndum sínum á sviði líkamsrækt- ar- Bjarni hefur sent Æskunni margar Qreinar um þetta áhugamál sitt. Þetta sr tómstundastarf hjá Bjarna, og hefur hann haft éhuga á þessum málum sfðan hann var unglingur. Hann hefur komið á framfæri við landa sína mörgum bók- um um þetta efni, sem hann hefur þýtt. Sú bók sem náð hefur mestum vin- sældum hér á landi er Heilsurækt Atlas. Fyrst æfa menn sig eftir leiðbeiningum Atlas, sækja til hans þrek og þol, og svo fara þeir inn í íþróttahreyfinguna, verða knattspyrnumenn, glímumenn, sundmenn eða hlauparar. Hin bókin er Likamsrækt Jowetts, sem er nokkurs konar framhald af Atlas. Höfundur kerf- isins, George F. Jowett, vann fjórum sinnum tignarheitið Best vaxni maður heimsins. Hann byrjaði að æfa sig 8 ára gamall, varð alþjóðlegur æfinga- meistari 15 ára gamall, 17 ára varð hann lyftingakóngur og síðan rak hver sigurinn annan. Þessi sérstaka Iffs- reynsla varð til þess, að Jowett skildi flestum betur örðugleika annarra, sem eins og hann keppa að eflingu líkamans. Kerfi hans er miðað við þarfir þeirra, enda tiefur það hjálpað þúsundum þrótt- lítilla unglinga og gert þá að hraustum karlmönnum. Sérfræðingar segja, að Jowett sé besta dæmið um fullkominn karlmann og kerfi hans vænlegast til árangurs. ( tilefni af þessu merkisaf- mæli vinar okkar Bjarna Sveinssonar birtum við hér myndir, sem voru teknar við þessi tímamót, og f leiðinni kom- umst við að því, að bækurnar eftir Atlas og Jowett eru að verða uppseldar og verða ekki endurprentaðar. Því vildum við koma því áleiðis til þeirra, sem hafa áhuga á að eignast bækurnar, að þeir geta skrifað til Bjarna f pósthólf 1115 og pantað bækurnar meðan þær eru enn fáanlegar. 45

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.