Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 35
Orðsending
Afgreiðsla Æskunnar sendir ykkur ölium, kaupendum og
•esendum blaðsins, sínar bestu nýársóskir. Afgreiðslan
Þakkar gott samstarf liðins árs, ánægjulegan og árangurs-
ríkan stuðning hinna mörgu einstaklinga og útsölumanna
um land allt. Afgreiðslan þakkar öll bréf sem henni hafa
Þorist, öll skemmtileg og hugmyndarík; í þeim er að finpa
einlægan vilja til starfs og framkvæmda. Væri vissulega
gaman áð geta svarað þeim öllum; hverju fyrir sig, en þvf
miöur er það ógerningur. Verð ég því að þakka ykkur öll-
um í einu lagi fyrir ykkar ágæta stuðning við blaðið. Á
liðnu ári bættust við margir nýir kaupendur, og seinasta
mánuð ársins urðu þeir 370 sem gerðust áskrifendur. Þrátt
fyrir þennan góða árangur er takmarkinu ekki náð, en við
vonum að þið látið ekki þar við sitja. Við heitum því á
dugnað ykkar enn þá, ungu vinir og samhérjar, að láta
ekki staðar numið, heldur halda áfram að settu marki með
auknum krafti á hinu nýbyrjaða ári. Fjölgum áskrifendum
Æskunnar í 20.000.
Allmargir kaupendur fengu ekki jólablaðið að þessu
sinni vegna þess að þeir hafa ekki ennþá sent áskriftar-
9jaldið, sem féll í gjalddaga 1. apríl síðastliðinn. Það eru
vinsamleg tilmæli okkar til foreldra barnanna, að þeir
sendi greiðslu fyrir blaðið á réttum gjalddaga, svo að kom-
ist verði hjá slíkum aðgerðum, sem óneitanlega koma
harðast niður á blessuðum tiörnunum. Vanskil á blaðinu
koma nokkuð oft fyrir, en þau stafa fyrst og fremst af því,
að gleymst hefur að tilkynna bústaðaskipti. Gleymið ekki
eð tilkynna, ef þið skiptið um heimilisfang.
Skrifið nöfn ykkar og heimilisföng greinilega, ásamt
hrepps- og sýslunafni. Margir bæir bera sama nafn, og það
veldur miklum óþægindum, ef hréppar og sýslur eru ekki
hlgreindar jafnframt bæjarnafni. Nýir áskrifendur eiga enn
kost á því að fá einn eldri árgang í kaupbæti meðan upplag
endist. Að lokum:
KOSTAKJÖR ÆSKUNNAR á bókum, sem kynnt voru í
Sókaskrá Æskunnar I október s.l., standa óbreytt áfram, ef
Y©gna gífurlegra verðhækkana á síðast-
!iðnu ári á prentun, pappír, póstgjöldum
fl. verður ekki komist hjá að hækka
yfirstandandi árgang 1975, og verð hans
ekki verða neinar verðlagsbreytingar hjá þeim, sem við
byggjum þessi viðskipti á. Hygginn maður geymir ekki til
morguns það sem hann getur lokið við í dag, svo ef ein-
hverjar bækur eru í bókaskránni, sem þið hafið áhuga á
að eignast, þá ættuð þið að tryggja ykkur þær sem fyrst.
Ef einhver útsölumaður eða einstaklingur skyldi eiga
eitthvað af eldri blöðum blaðsins í'fórum sínum, þá væri
okkur kært að fá þau endursend. Tilkynnið vanskil á blað-
inu fljótlega, en dragið það ekki lengi. Látið strax vita, ef
þið skiptið um bústað. Munið að greiða blaðið á réttum
gjalddaga, svo að við losnum að mestu við þann kostnað
og fyrirhöfn, sem leiðir af að senda gíróseðla. Sendið pen-
ingana í gíró eða með póstávísun, því það er ódýrast fyrir
ykkur. Sendið alls ekki peninga í venjulegum bréfum.
Þjóðhátíðarár er liðið, við vorum glaðir í landi okkar,
eftir ellefu alda búsetu í okkar ástkæra landi. Svo skyndi-
lega breyttist gleði okkar í sorg vegna náttúruhamfaranna
í Neskaupstað.
Við biðjum Drottin algóðan að hugga þá, sem um sárt
eiga að binda.
Vort traust er allt á einum þér,
vor ástarfaðir mildi.
Þín náð og miskunn eilíf er,
það alla hugga skyldi.
Þú ert vor stoð og einkahlíf,
svo engu þurfum kvíða,
vor huggun, athvarf, Ijós og líf.
Æ, Ijúft er því að stríða.
í hverju, sem að höndum ber,
og hvað sem bágt oss mætir,
þin hjálp oss nálæg ætíð er,
og allar raunir bætir.
Sb. 1871 — P. Jónsson.
Kær kveðja,
SIGURÐUR K. JÓHANNSSON
afgreiðslumaður.
hefur verið ákveðið kr. 1500. Gjalddagi
blaðsins er 1. apríl næstkomandi. Greiðið
blaðið strax, því undir skilvísri greiðslu
ykkar er framtíð blaðsins komin.
33