Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 21

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 21
Dag eftir dag máttu þrælarnir ganga, yfir fjöll og dali, og þeir voru mjög Þreyttir. En því veittu þeir athygli, að stærsti pokinn, sem litli sérvitri þrællinn bar, minnkaði og léttist, því lengur sem þeir gengu. Og það var reyndar ekki svo undariegt, því einmitt í þessum poka var nestið þeirra, sem þeir tóku af á hverjum degi. En byrðar hinna voru jafnþungar og Þegar þeir lögðu af stað. Þeir hlógu nú ekki lengur að heimsku litla þrælsins, heldur viðurkenndu, að hann hefði verið skynsamari en þeir. Þegar þeir komu á leiðarenda, veifaði litli þrællinn tómum poka yfir höfði sér. Kaupmaðurinn tók eftir því, að þessi þræll hafði mikla yfirburði yfir hina þrælana sökum vitsmuna sinna og komst að þeirri niðurstöðu að honum hæfði ekki að vera þræll, þess vegna gaf hann honum fullt frelsi. Hinir þrælarnir glöddust yfir velgengni hans, en söknuðu hans þó mikið, Því hann hafði oft gert þeim glatt í geði með skemmtilegu sögunum, sem hann sagði þeim. Litli þrællinn komst fljótt að raun um það, að þó að frelsið væri að vísu dásamlegt, hafði það þó sína ókosti. Því hann, sem verið hafði þræll a,*a sína ævi, kunni enga aðferð til að vinna fyrir daglegu brauði. Það var aðeins eitt sem hann kunni. Hann kunni að segja sögur. Svo fór hann á markaðstorgið og aðra staði, þar sem fólk kom saman, og sagði sögur, og fóikið gaf honum matarbita að sögulaunum. Það leið ekki á löngu þar til hann varð frægur um allt Grikkland fyrir hinar skemmtilegu sögur sínar. Og að lokum bauð Krösus konungur honum að koma til sín ( höllina og gerast hirðmaður hans. Þrællinn tók þessu boði fegins hendi, því hann var orðinn þreyttur á að ganga um heimilislaus og snauður. Hann gerðist hirðmaður konungs og sagði sögur sínar þar fólki til skemmtunar. Helstu sögur hans voru dæmisögur, stuttar og hnyttnar. Hann sagði þessar sögur í hundraðatali, og fólk þreyttist aldrei á að hlusta á hann. Síðar, þegar farið var að skrifa bækur, voru sögur litla þrælsins festar í letur og náðu nú til ennþá fleira fólks en áður. Þrællinn er dáinn fyrir mörg hundruð árum, en sögurnar hans eru ennþá vinsælt lestrarefni um mikinn hluta heims. Nafn hans var Esóp, og mörg ykkar hafa eflaust lesið Dæmisögur Esóps. Þessi mynd er tekin í Noregi. Þarna eru 4 börn, sem eru íslensk-norsk, að lesa Æskuna, sem afi þeirra á islandi sendir þeim alltaf. ▼ HITAMÆLAR eru gerðir úr þröngri gler- pípu. Á neðri enda hennar er hol kúla fyllt vökva, kvikasilfri eða lituðum vín- anda. Fyrir ofan vökvann í pípunni er lofttómt rúm. Við hitastigsbreytingar í umhverfi hitamælisins hækkar eða lækk- ar vökvinn í pípunni. Helstu tegundir hitamæla eru Celsíus, Réaumur og Fahrenheit. í Ameríku og Englandi eru Fahrenheit-mælar mest notaðir. ELDINGAVARINN er málmstöng, sem er sett efst á hús. Frá stönginni liggur einangraður vír niður í jörðina, og þar er hann festur við málmplötu. Ef eldingu slær niður í stöngina, fer rafmagnið niður vírinn og dreifist út í jörðina án þess að valda skemmdum á húsinu. Bandaríkjamaðurinn Benjamín Franklin 1 fann upp eldingavarann. 19

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.