Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 31

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 31
Höll Frontenacs borgarstjóra. Charter-brú yfir St. LawrencefljótiS. St. Lawrencefljót er eitt af lengstu og merkustu fljótum NorSur-Ameríku. Það kemur upp nálægt uppsprettum Mississippifljóts og heitir í fyrstu St. Louisfljót, en eftir aS þaS hefur runnið gegnum Ontariovatn og fjögur önnur vötn, heitir það fyrst St. Lawrencefljót. Jacques Charter varð fyrstur til að rannsaka það, en hann var franskur landkönnuður. Ferðaðist hann um fljótið og svæðin þar í kring árið 1536. Charter komst þangað, sem nú er borgin Montreal; þar er brú yfir fljótið, sem ber nafn hans. Stórátak var gert til þess að gera suma hluta St. Lawr- encefljóts skipgenga og bætt var við skurðum og vatnasvæði fljótsins lagað árið 1959. Síðan geta stór skip siglt til Montreal, og sá vegur er 1587 km og er þetta kallað vatnavegur St. Lawrencefljóts. Eftir þetta fellur áin um sléttlendi alla leið til Quebec, en þangað komast ekki stór skip. Áin verður ísi lögð á veturna. Maður að nafni Frontenac var borgarstjóri í Quebec frá 1672 og til dauðadags 1698. Hann lét reisa mörg stór- hýsi í Quebec, og höll hans stendur þar enn. Margar þverár falla í St. Lawrencefljót, og er mikil lax- veiði í mörgum þeirra. St. Lawrenceflói er mjög fiskisæll; þar veiðist bæði þorsk- ur og síld og fleiri nytjafiskar. Margar brýr eru á fljótinu nálægt Quebec bæði gamlar og nýjar. 29

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.