Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 23
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
Græni gróðurinn er undirstaða lífsins
á jörðunni. Hann notar orku sólargeisl-
anna og ólífræn efni til að framleiða
lífrænu næringarefnin, sem öll dýr lifa
á og fá af orku sína, beint eða óbeint.
Græni gróðurinn heldur líka nokkurn
veginn jafnvægi milli súrefnis og kol-
tvísýrings í náttúrunni.
í vatni og sjó lifir urmuli örsmárra
svifjurta, t. d. eskilagna og skoruþör-
unga, sem hafa blaðgrænu og vinna
kolefni úr loftinu. Frumdýr og smá-
krabbar lifa á svifjurtunum. Fiskaseiði
éta frumdýrin og krabbana. Stærri fisk-
ar éta bæði seiði og krabbadýr. Jafnvel
stórir skíðishvalir lifa á svona smáátu í
sjónum. Dauð dýr og úrgangsefni falla
niður á botninn og verða svifjurtunum
að gagni sem köfnunarefnisnæring.
Hringnum er þar með lokið.
Ár og lækir og regn skola miklu magni
næringarefna út í hafið og vötnin ár
og síð. Lítum á Mývatn, Þingvallavatn
eða önnur veiðivötn. Næring skolast í
Þau af landi, og sól skín á vatnsflötinn.
'♦--------------------------------------
í náttúrunni
á öðrum
Örsmáar svifjurtir og svifdýr hagnýta
þessa næringu. Skordýr, skordýralirfur
o. fl. smádýr lifa á svifverunum — dýr-
um og jurtum.
Smáfiskar, t. d. silungar, éta svifþör-
unga o. fl. þörunga, lirfur o. fl. Stórir
fiskar lifa á smáfiskum, bæði fuglar og
landdýr veiða fisk sér til matar. Þegar
fiskar og önnur lagardýr deyja, sökkva
þau til botns og rotna. Bæði jurtir og
smádýr gera sér gott af rotnunarleifun-
um. Enn er hringrásin fullkomnuð. Þess-
ar lífs- eða næringarhringrásir eru í
rauninni ærið flóknar. Hvert dýr étur
annað, satt er það, en sníkjuverur koma
hér mikið við sögu. Mörg smávaxin
sníkjudýr lifa á fiskum og öðrum sjávar-
dýrum, og stundum lifa enn smærri
sníkjudýr á hinum sníkjudýrunum.
Sveppir snlkja á jurtum o. s. frv. Blað-
lýs éta suma sveppi, maurar lifa á blað-
lúsum og hafa þær jafnvel fyrir kýr.
Hvítur smásveppur lifir á húsflugum, og
verða þær líkt og mjöli drifnar, veiklast
og deyja.
lifir hver
Tvær stórar mauraþúfur standa við
gangstíg í suðrænu landi. Allt er fullt af
skríðandi maurum umhverfis. Sumir
skríða lausir og liðugir burt til fanga,
en aðrir halda heim með byrði sína.
Ekki er komandi nærri mauraþúfunum,
því að maurarnir geta bitið illilega. Samt
hika menn við að eyða þúfunum. Hvers
vegna? Jú, í grenndinni er talsvert af
snákum og höggormum, en maurarnir
halda þeim í hæfilegri fjarlægð. Vogi
ormur sér of nærri, er hann étinn upp
tii agna á svipstundu. Menn vilja heldur
nábýli mauranna og njóta góðs af varn-
arkerfi þeirra. Ekki er mönnum vel við
mikla mýflugnamergð, en mýflugur og
lirfur þeirra eru mikilsverð fæða fyrir
silung. Köngulær gæða sér líka á flug-
unum.
en hún hafði bara eignast tvo. Og þetta voru reyndar líka
dálítið einkennilegir ungar. Endurnar görguðu og skræktu
hver í kapp við aðra, þegar þeir kjöguðu á eftir henni
undan runnanum. Annar eins hávaði hafði aldrei heyrst þar
áður.
„Hvað er nú þetta?" spurðu þær.
„Þetta eru börnin mín,“ sagði litla öndin stolt. Hinar
endurnar máttu ekki sjá að hún var ekkert minna hissa en
Þær. Börnin hennar voru nefnilega allt öðruvísi en andar-
ungar eiga að vera. I staðinn fyrir mjúkan dún voru þau
þakin mjúku hári. Þau höfðu ekki tvo fætur heldur fjóra.
Reyndar voru þau með andarnef og sundfit, en þau höfðu
örsmáar klær á afturfótunum, sem kannski myndu einn
góðan veðurdag líkjast klónum hans Biggoons.
„Bra, bra, bra! Burt með þau!“ görguðu endurnar, böðuðu
út vængjunum og busluðu gríðarlega. „Burt með þau! Þau
eru líkari Biggoon en okkur. Sjáðu bara afturfæturna. Það
eru strax komnar klær! Burt með þau, áður en við drepum
þau! Annars drepa þau okkur þegar þau eru orðin stór.
Þau eru ekki af okkar kyni. Þú verður að fara með þau
burt. Þau eiga ekki heima hér!“
Hinar endurnar gerðu svo mikið veður út af þessu, að
veslings litla öndin fór burt með fyrirlitnu börnin sln tvö,
sem hún var svo stolt af. Hún vissi ekki hvert hún ætti að
fara. Ef hún færi upp með ánni, næði Biggoon henni aftur
og neyddi hana til að búa í rottuholunni. Kannski mundi
hann líka drepa börnin, því þau höfðu andarnef og sundfit
og komu úr eggi. Hann var vís til að segja eins og endurnar,
að þau væru ekki af hans kyni. Það leit ekki út fyrir að
nokkur annar en hún mundi elska veslingana hennar litlu,
svo hún ákvað að fara með þau langt, langt í burtu.
Þau syntu eftir einni kvíslinni á ánni. Þegar lengra dró,
þrengdist kvíslin og fjöllin nálguðust. En nú voru þau líka
á leyndum stað. Langt, langt í burtu bæði frá hinum önd-
unum og Biggoon. Og þarna bjuggu þau þangað til börnin
voru fullvaxta.
Börnin voru reyndar ósköp ánægð með lífið, og þegar
kom að því, að þau verptu eggjum, voru ungarnir sem
skriðu úr þeim alveg eins og þau.
Enn þann dag í dag búa fáein svona dýr við fjallalæki
í Ástralíu. Við og við kemur einhver auga á eitt þeirra. Ef
það er einhver úr ættbálkunum, segir hann:
„Ég sá gayardaree.“
Ef það er hvítur maður, segir hann::
„Hvað haldið þið? Ég sá andnefjaðan platyphus!"
En þótt nöfnin séu ólík, þá ber öllum saman um það, að
þessi dýr eru engum öðrum iík. Því hvaða rotta verpir eggj-
um? Og hvaða önd hefur fjóra fætur?