Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 40
É
Hestarnir sjö
(Norsk myndasaga, lauslega þýdd.)
1. í jaSri skógarins bjó fátækur skógarhöggsmaður ásamt konu
sinni og þremur sonum. Þau voru svo fátæk, að þau höfðu rétt
til hnífs og skeiðar og urðu að neita sér um flest lífsins gæði.
Eins og áður segir voru synirnir þrír, en sá yngsti þeirra var nú
hafður dálítið útundan og látinn sofa frammi i öskustónni, enda
kallaður Ösku-Lalli. — Dag nokkurn sagði elsti strákurinn við
föður sinn: ,,Nú ætla ég að fara út í heiminn og vinna mér inn
mikla peninga." Hann fékk leyfi til þess og lagði svo ótrauður
af stað.
2. Hann gekk og gekk daginn langan, allt þar til hann kom
að konungshöilinni, en þá var líka farið að kvölda. Kóngur stóð
úti á hallartröppunum, þegar strák bar að garði. „Hvað vilt þú
hingað?“ spurði hann strák. ,,Ég er að leita mér að vinnu,"
svaraði pilturinn. ,,Ég get látið þig fá atvinnu," svaraði kóngur.
,,Þú átt að gæta folanna minna, sem eru sjö að tölu. Þú átt að
fylgja þeim eftir og svo áttu að geta sagt mér, hvað þeir eta og
drekka, þegar þú kemur með þá að kvöldi dags hingað heim til
hallar minnar. Ef þú getur þetta, þó ekki sé nema í eitt skipti,
skaltu fá dóttur mína fyrir konu og hálft ríkið að auki.“
3. Já, þetta fannst stráknum að mundi verða létt yerk og löður-
mannlegt. Hugsaði hann með sér, að auðvelt mundi verða að
fá hálft kóngsríkið fyrir aðeins eins dags vinnu. Snemma næsta
morgun hleypti hirðmeistari konungs hestunum út. Jú, það var
rétt, þeir voru sjö folarnir, sem hlupu þarna af stað. Strákur hljóp
einnig allt hvað hann gat, en þegar fram á daginn kom, var hann
orðinn mjög þreyttur.
4. i þessum svifum kom hann að stórum kletti og upp við hann
sat kerling ein, grettin og grá. Hún var að tvinna band á hala-
snældu. Þegar hún sá piltinn hiaupa rennsveittan á eftir folunum,
kallaði hún til hans: „Komdu hingað, sonur sæll, sestu niður hér
hjá mér og hvíldu þig, meðan óg leita þér lúsa.“ Þetta fannst
strák heillaráð. Hann settist því niður í grasið hjá kerlingu.
38