Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 27
tökum um lög og stjórnskipan. Viö þann
atburð er miðað upphaf íslenska þjóð-
veldisins.
■II Kristnitaka og stofnun
Skálholtsstóls.
Altaristafla (mósaik) í Skálholtsdóm-
kirkju.
Höfundur Nína Tryggvadóttir (1913—
1968).
Gissur hvíti bjó í Skálholti. Afi hans
var Ketilbjörn landnámsmaður á Mos-
felli. Gissur gekkst manna mest fyrir
því, að kristni var lögtekin á Þingvelli
árið 1000. Hann reisti fyrstu kirkjuna i
Skálholti. Hann fylgdi syni sínum, fs-
leifi, utan og setti hann til náms á Þýska-
landi. ísleifur gerðist prestur í Skál-
holti og setti þar skóla. Árið 1056 varð
hann biskup yfir Islandi. Hans sonur,
Gissur, varð biskup eftir hann og gaf
kirkjunni föðurleifðina, Skálholt, til bisk-
upsseturs. Þar var síðan höfuðstaður
kirkju og þjóðar (ásamt Hólum frá 1106)
fram undir lok 18. aldar.
Endurreisn Skálholts hófst um miðja
þessa öld. Nýja kirkjan þar var vígð
1963. Aitarismyndin í henni eftir Nínu
Tryggvadóttur (dönsk gjöf) var sett upp
1966. Hún táknar Krist konung, sem Is-
lendingar gengu á hönd árið 1000.
IV Ritöld.
Sæmundur á selnum (höggmynd, brons)
Höfundur Ásmundur Sveinsson (f. 1893).
Sæmundur prestur Sigfússon fróði er
talinn fyrsti íslenski rithöfundurinn. Hann
nam fyrstur norrænna manna lærdóm
sinn suður á Frakklandi. Hann var goð-
orðsmaður og setti skóla á föðurleifð
sinni, Odda á Rangárvöllum. Sæmund-
ur tók saman Noregskonungatal, skrá
um stjórnarár Noregskonunga á 10. og
11. öld ásamt fáorðum æviatriðum. Sæ-
mundur telst hafa samið á latínu en
bók hans er glötuð. Síðari höfundar
felldu efni hennar inn í rit sín.
Sagan segir, að Sæmundur hafi beð-
ið Kölska að flytja sig til Islands frá
Frakklandi og sagt, að hann mætti eiga
sig, ef hann kæmi sér þangað án þess
að væta kjóllafið. Gekk Kölski að þessu,
brá sér í selslíki og synti með Sæmund
á bakinu til Islands. Sæmundur las i
Saltaranum alla leiðina, og er þeir komu
undir land, laust hann selinn í hausinn
með honum, svo að hann sökk, en Sæ-
mundur fór á kaf og synti til lands.
Þetta voru fyrstu 4 merkin af 11, sem
gefin voru út í tilefni 1100 ára afmælis
(slandsbyggðar. Þá koma næst út tvö
svokölluð Evrópumerki. Þau komu út
síðast í apríl (29. 4.) og eru að verð-
gildi 13 og 20 kr. Á öðru þeirra, þ. e.
13 kr. merkinu, er mynd af tréskurðar-
mynd frá 17. öld, en á 20 kr. merkinu
er mynd af höggmynd Ásmundar Sveins-
sonar, sem hann nefnir Gegnum hljóð-
múrinn.
Nú er það svo, að hver Evrópuþjóð,
sem gefur út Evrópufrímerki, getur ráð-
ið því sjálf, hvaða mynd eða „mótiv"
er á frímerkjunum.
Næst í röðinni eru svo aftur 1100 ára
afmælismerkin, en þrjú þeirra komu út
11. júní 1974. Verðgildi: 17, 25 og
100 kr.
V. Sturlungaöldin
Teikning eftir Þorvald Skúlason (f. 1906)
Forn þjóðfélagsskipun íslendinga tók
að riðlast á 12. öld. Miklar eignir söfn-
uðust til fárra ætta, meðal annars vegna
þess að bændur áttu kirkjur þær sem
þeir byggðu og tóku raunverulega í
sinn hiut helming tiundarinnar. Áður var
dreifing valds tryggð með skiptingu
landsins í goðorð, en á 13. öld voru öll
goðorðin komin í hendur fárra höfðingja
sem börðust um völdin og leituðu sumir
stuðnings hjá Noregskonungum. Hákon
gamii Hákonarson, konungur Noregs
1217—1263, gerði suma íslenska höfð-
ingja að hirðmönnum sínum, sendi þá
sem hann treysti með erindum sínum
til (slands, en hélt öðrum eftir í Noregi,
en af valdabaráttu höfðingja og afskipt-
um konungs leiddi meiri ófrið á 13. öld
en verið hefur á landinu í annan tíma.
Veturinn 1238—1239 var Snorri
Sturluson með Skúla hertoga Bárðar-
syni í Niðarósi. Um vorið bjó hann skip
iTrni"i
: 874 ÍSLAND 1974 1
I A álll l<
25