Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 14

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 14
H. G. Wells: Tímavélin Eftir ofurlitla stund datt sálfræðingnum nokkuð í hug. „Hafi hún farið nokkuð, þá hefur hún farið inn í liðna tim- ann,“ sagði hann. „Því þá það?“ spurði tímaferðalangurinn. „Af því að ég geri ráð fyrir, að hún hafi ekki hreyfst úr stað, og hafi hún þá farið inn í ókomna tímann, þá mund- um við sjá hana hér kyrra, því þá hefði hún farið gegnum þennan tíma, sem nú er að líða." „En,“ sagði ég, „ef hún hefði farið inn I liðna timann, þá hefði hún átt að vera hérna á borðinu fyrst þegar ég kom hingað inn. Þá hefði hún líka átt að hafa verið hér á fimmtu- daginn var, þegar við vorum hérna, og fimmtudaginn þar áður o. s. frv.“ „Alvarlegir örðugleikar," sagði herforinginn og setti á sig svip eins og óvilhallur dómari og leit í áttina til tíma- ferðalangsins. „Nei, nei,“ sagði hann og sneri sér svo að sálfráeðingn- um. „Hugsaðu þig um. Þú hlýtur að skilja þetta. Það er fyrirþrigði undir takmörkunum, útþynnt fyrirbrigði." „Þetta er alveg satt,“ sagði sálfræðingurinn, „það er Ijóst mál. Ég hefði átt að athuga það. Það er auðskiljan- legt og puntar upp á fjarstæðuna. Við sjáum hana ekki frekar en við sjáum rimarnar f hjólinu þegar það er á fleygi- ferð eða riffilkúlu á flugi. Ef hún fer fimmtíu sinnum eða hundrað sinnum hraðar áfram eftir tímanumi ef hún fer mínútu meðan við förum sekúndu, þá fáum við 50 eða 100 sinnum óljósari mynd af henni heldur en ef hún fylgdist með okkur. Þetta er augljóst mál.“ Hann sveiflaði hendinni yfir staðinn þar sem vélin hafði verið. „Sko,“ sagði hann og hló. Við sátum um stund og einblíndum á borðið. Þá spurði tímaferðalangurinn okkar, hvað við héldum eiginlega um þetta. „Við getum sætt okkur við það í kvöld,“ sagði læknirinn; „en sjáum til á morgun. Við skulum bíða eftir því að dags- Ijósið viðri burt draumórana." „Langar ykkur til þess að sjá vélina sjálfa?” sagði tlma- ferðalangurinn. Hann beið ekki eftir svari, en tók lampann sér í hönd og gekk á undan út eftir löngu göngunum fram að vinnustofunni. Hvað ég man vel eftir þessu öllu. Ljósið flöktandi, höfuðið á honum breitt og svipmikið eins og skuggamynd á tjaldi, iðandi skuggar á veggjunum og við, sem eltum hann, forviða en vantrúaðir, og svo vélin, sem stóð í vinnustofunni, alveg eins og litla fyrirmyndin, sem við sáum hverfa af borðinu, nema miklu stærri. Sumt var úr nikkel, sumt úr fílabeini, og sumir partarnir sýndust vera 12

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.