Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 16

Æskan - 01.02.1975, Blaðsíða 16
aðist hurðin fram í anddyrið hægt og hávaðalaust. Ég sneri fram og varð fyrstur manna var við það. „Hana,“ sagði ég, „loksins!" í því var hurðinni lokið alveg upp, og inn kom timaferðalangurinn. Ég rak upp óp af undrun. „Guð minn góður! Hvað gengur að þér, maður?" æpti lækn.irinn, því hann kom næst auga á hann, og nú litu allir til dyranna. Hann var herfilega til reika. Frakkinn hans var óhreinn og rykugur og klíndur með einhverju grænu á báðum ermum. Hárið var úfið, og mér sýndist það gráleitara en áður, hvort sem það nú var af rykinu og óþverranum eða af því að það væri í raun og veru orðið meira hæruskotið en áður. Hann var draugalega fölur, og á höku hans var stórt sár hálfgróið. Svipurinn var harðlegur og stirður, eins og eftir miklar þjáningar. Hann stansaði snöggvast f dyrunum, eins og hann fengi ofbirtu ( augun, en kom svo inn. Göngu- lagið var slyddulegt, eins og oft sést á fótsárum flækingum. Við horfðum vandræðalega á hann og biðum þess, að hann yrti á okkur. Hann sagði ekki eitt orð, en staulaðist með herkjum að borðinu og seildist eftir víni. Ritstjórinn hellti kampavíni f glas og ýtti því til hans. Hann saup það f botn og sýndist hressast við það, því nú skimaði hann f kringum sig um borðið, og það brá fyrir aðkenningu af gamla brosinu á andliti hans. „Hvaða ókjör hafa komið fyrir þig, maður?“ sagði læknirinn. Hann sýndist ekki veita spurningunni eftirtekt. „Þið skul- uð ekki láta mig trufla matfrið ykkar,“ muldraði hann eins og hann ætti erfitt með að kveða að orðunum. „Mér Ifður ágætlega." Hann þagnaði, rétti út glasið eftir meiru og þambaði það f einum teyg. „Þetta er ágætt,“ sagði hann. Augnaráðið varð fjörlegra og liturinn fór að færast í kinn- arnar. Hann leit í kringum sig á okkur hálf sljólega og virti fyrir sér stofuna. Síðan tók hann til máls, og var eins og hann þreifaði sig áfram eftir orðunum: „Ég ætla að bregða mér upp, þvo mér og klæða mig, og svo skal ég segja ykkur frá öllu.-------•' Geymið handa mér dálítið af kjötinu. Mig er farið að dauðlanga f kjöt.“ Hann leit á ritstjórann, sem var fremur fáséður gestur á heimilinu og var farinn að halda, að hann væri ekki alveg með öllum mjalla. Ritstjórinn byrjaði á einhverri spurningu. „Ég skal segja ykkur það allt bráðum,“ sagði tímaferða- langurinn. „Er ég nokkuð einkennilegur Ég skal vera orð- inn ágætur eftir augnablik." Hann setti glasið á borðið og lagði af stað að dyrunum við stigann. Ég tók aftur eftir sama slydduiega göngulaginu, og af því að ég stóð upp úr sæti mínu, sá ég fótabragð hans þegar hann fór út. Hann var ekki í neinu á fótunum, nema rifnum og blóðstokknum sokkaleistum. Svo lokaði hann hurðinni á eftir sér. Ég var hálfpartinn að hugsa um að elta hann, en mundi þá eftir því, hve afar illa honum var við allt vafstur utan um sjálfan hann. Ég var að reyna að tína saman alla þessa lagða í huga mér, þegar ég heyrði, að ritstjórinn sagði: „Kynleg framkoma. Frægur vísindamaður verður ruglaður." Hann var farinn að hugsa í fyrirsagnastíl af vananum. Og við þetta mundi ég aftur eftir máltíðinni á borðinu. „Hvað gengur að manninum?" sagði blaðamaðurinn. „Hefur hann verið með álfum í hól? Nú hætti ég að fyigjast með hiutunum." Mér varð litið framan í- sálfræðinginn og sá, að hann hugsaði það sama og ég. Ég var að hugsa um göngulag mannsins, þegar hann fór upp, en ég heid, að enginn hinna hafi tekið eftir því. Sá, sem fyrstur náði sér alveg eftir undrunina, var lækn- irinn. Hann hringdi bjöllunni — því tímaferðalangurinn vildi aldrei láta þjón vera inni yfir borðum — og bað um heitan disk. Ritstjórinn sneri sér þá að matnum aftur og hummaði f honum, og þögli maðurinn fór líka að snæða á ný. Borðhaldið hófst nú aftur. Samtalið var slitrótt f fyrstu og langar þagnir inn á milli. En nú gat ritstjórinn ekki setið lengur á sér fyrir forvitni. „Hefur vinur ykkar litlar tekjur, svo að hann verði að auka þær með því að sópa götur? Eða er í honum eitthvert Nebúkadnesarseðli?" spurði hann. „Ég er viss um, að það er eitthvað út af tímavélinni," sagði ég og fór að segja þeim nánar frá því, sem komið hafði fyrir fimmtudaginn næstan áður. Þeir beinlfnis voru ófáanlegir til þess að trúa þessu. Ritstjórinn andmælti þvf. Framhald.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.