Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 4
Afmælisár blaðsins er nú hafið. — Allir þeirp
kaupendur ÆSKUNNAR, sem eru 10 ára ogl
yngri og eiga afmæli í janúar 1979, geta sentl
blaðinu nöfn sín ásamt fæðingardegi, fæð-|
ingarári og heimilisfangi fyrir 25. febrúar
næstkomandi. Utanáskrift: ÆSKAN (Afmæl-
isbörn), Box 14, Reykjavík.
Úr þeim nöfnum, sem berast, verða svol
dregin 10 nöfn, sem hljóta bækur í afmælis-l
gjöf frá ÆSKUNNI. Nú er það spurningin; hve j
margir kaupendur ÆSKUNNAR eiga afmæli í|
janúar 1979, og hverjir verða þeir heppnu sem [
hljóta afmælisgjafabækur í þetta skipti. í
næsta blaði kemur svo röðin að þeim börnum, |
sem eiga afmæli í febrúar.
Þar var margt furðulegt að sjá fyrir forvitinn strák. Búið
var að leggja járnbita yfir ána milli stöpla. Ég skildi ekkert
í því, hvernig hefði verið farið að koma þessum ógurlega
löngu bitum yfir ána, hátt yfir vatnsborðinu. Og þarna við
brúarstæðið var mikið af þungum járnbitum, járnplötum,
járnstrengjum og fleira. Hafði þetta allt verið dregið á
ísum frá Eyrarbakka veturinn áður. En þangað hafði það
komið með skipum frá útlöndum um sumarið á undan.
I mínum augum var allt þetta furðuverk, enda var Ölf-
usárbrúin langstærsta mannvirkið, sem ráðist hafði verið
í hér á landi til þessa. Lítið timburhús hafði verið reist
austan við ána. Þar bjó Tryggvi, erlendi verkfræðingur-
inn, sem stjórnaði brúargerðinni, og fleiri. Þá var ekki til
neinn lærður íslenskur verkfræðingur. Þetta hús hefur
verið stækkað síðan og gengur enn undir nafninu
Tryggvaskáli.
Við vorum boðin inn í húsið. Ræddust þeir við,
Tryggvi, pabbi og erlendi verkfræðingurinn, á máli, sem
ég skildi ekkert í. En ég góndi hugfanginn á verkfræð-
inginn, því að ég hafði hugboð um, að hann væri
galdrakarlinn, sem hefði komið löngu járnbitunum yfir
ána, — hvernig sem hann hefði farið að því.
Þegar við höfðum dvalið þarna nokkra klukkutíma og
skoðað allt í krók og kring, var hugsað til heimferðar. En
nú var farið á ferju rétt fyrir neðan brúna. Hestarnir höfðu
verið sendir á undan og biðu hinum megin. Þarna var allt
fullt af hringiðum í ánni. Var mér sagt, að róa þyrfti
prammanum af mikilli list. Ef hann snerist oftar en einu
sinni í hverri hringiðu, þá væri ekki hægt að stöðva
snúninginn. Hann mundi að lokum sogast niður í hring-
iðuna. Ég var hálf hræddur og feginn í hvert skipti, sem |
við komumst úr hringiðu eftir aðeins einn snúning.
Þegar vestur yfir kom, var stigið á bak og haldið aftur I
að Reykjakoti. Við komum þangað seint um kvöldið. Ég
átti að sofa í rúmi hjá vinnumanni í baðstofunni. En hann
fór illa í rúmi og hraut hátt. Það gerðu fleiri í baðstofunni.
Af þessu varð mér ekki svefnsamt. Á fjórða tímanum um
morguninn gerðist nokkuð, sem vakti alla í baðstofunni,
enda skyldi haldið af stað til Reykjavíkur kl. 4. Pabbi vildi
ekki eyða meiri tíma í ferðalagið en þetta. Opin rúða var á
baðstofuglugganum. Maríuerla kom fljúgandi inn um
gluggann. Hún fann ekki opið til að komast út aftur. Af |
þessu trylltist aumingja fuglinn og vakti alla í baðstof-
unni. Þegar tekist hafði að koma erlunni litlu út aftur, var |
búist til ferðar og haldið til Reykjavíkur. Við komum
þangað kl. 11 árdegis á mánudag.
Ég var þreyttur og ósofinn. Man lítið eftir feröinni. Þó |
man ég, að pabbi hleypti Skjóna á Sandskeiði. Ég gerði
allt, sem ég gat, til að fá Póstrauð til að fylgjast með |
Skjóna. En það gekk illa. Er í bæinn kom, hafði ég hangið
eins og drusla frammi á faxinu á Póstrauð. Og áður en ég
var búinn að hátta mig í rúmið valt ég út af og steinsofn-
aði. Mér var strítt með þessu. Verst þótti mér, að systir |
mín, stelpan, sem að vísu var tveim árum eldri og hafði
sofið, stóð sig betur.
En mikið var ég þakklátur pabba fyrir að hafa tekið mig
með sér í þessa ferð, þótt hún endaði svona.
Sveinn Björnsson,
forseti.