Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 17

Æskan - 01.01.1979, Blaðsíða 17
Lag: Nú litlu blómin litast um á grund. A vorin, já á vorin, er brosa blómin smá og blítt um loftið fuglasöngvar hljóma, þá gleðjumst vér böniin og glaða söngva þá á gleðinnar hörpu látum óma. A sumrin, já á sumrin, er skrýdd er jörð i skart og skcerum sólin stafar geisla röðum, i stöfum þeim sjáum vér lífsins letur bjart og lesum á náttúrunnar blöðum. A haustin, já á haustin, er húmið þekur grund, þá horfum upp til Ijóssins fögru sala, þar stjarnanna sveitir í Ijósum himinlund um Ijósanna föður þöglar tala. A vetrin, já á vetrin er hörð er úti hríð og hjúpar jörðu nœturmyrkrið svarta, þá inni vér kveikjum Guðs orða Ijósin blíð. Þeir englar Guðs lýsa og verma hjarta. Valdimar Briem. Stundum hef ég matað sama strákinn tvisvar, segir Brian hlæjandi — það er mikilvægt að hafa þá í réttri röð. Tveir eiga fullt í fangi með að mata þrjú börn og skipta á þeim í tvær klukku- stundir í hvert skipti. Þar sem þetta þarf að gerast þrisvar sinnum á dag, sjö daga vikunnar, hafa hjónin nóg að gera. — Ég tala stöðugt við þá til að bæta þeim upp það sem þeir hafa misst, segir Pat. — Ég skýri allt fyrir þeim og reyni að vera jafnnákvæm og ég get. Um daginn fékk ég blinda stúlku í heimsókn og við gengum um húsið að barna- herberginu. Ég sagði, að nú kæmurri við að tröppum. Hún hélt að ég ætti við tröppum upp, því að ég gleymdi að segja niður á við. Svona nákvæm verðum við að vera. Bréf streymdu að frá öllum héruðum Ástralíu þegar menn vissu hvernig komið var. Vinnuveitandi Brians stofnaði sjóð fyrir drengina, og þau mega fara ókeypis með þá í strætisvögnum, því að þau eiga ekki bíl. Margar gamlar konur hafa prjónað föt á þríburana. Tíu ára drengur seldi miða sína á popptónleika á uppboði til ágóða fyrir þá og sendi Roles pening- ana. Heill skóli safnaöi saman öllum vikupeningum barnanna og sendi ná- kvæmar leiðbeiningar með því hvernig ætlast væri til að notkun þeirra væri háttað. Kona, sem vann háa upphæð í happdrætti sendi þeim peninga og skrifaði með: ,,Ég á sjálf tvíbura, svo að ég veit hvað það er erfitt að eiga tvo — og þeir eru báðir sjáandi." En peningar og gjafir gylla aðeins hversdagslíf Roles-hjónanna. Þríbura- drengirnir þrír gleðja þau mest. — Ég segi svo oft við þá ,,En hvað mér þykir vænt um ykkur,“ og þeir skilja það allir, segir Pat. — Sumir segjast ekki skilja, hvernig við getum verið syona róleg. Þeir eru allir blindir að vísu, en við unnum hvort öðru og unaöslegu drengjunum okkar þremur, svo aö við erum þakklát. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.