Æskan - 01.01.1979, Qupperneq 19
Heim frá Luxemborg tll Keflavfkur flugu þær Gyða og Hólmfríður í DC-8 þotunni Snorra Þorflnns-
syni. Flugsfjórinn Skúli B. Steinþórsson sem situr hér til vinstri bauð þelm að koma frammí
flugstjórnarklefann og skoða sig um. Aðrlr á myndinni eru Jóhannes Víðir flugmaður og Einar
Guðmundsson flugvélstjóri.
bændur væru félagslyndari í Frakklandi en heima á Fróni en
kannski hafa aðstæður gert það að verkum að fólk þyrpist
saman og byggir hús sín í þorpum. Lestin hélt áfram með
miklum hraða norður á bóginn og það gladdi þær stallsystur
þegar piltur í brúnum jakka kom með vagn eftir lestargangin-
um. Hann seldi appelsínusafa, súkkulaði og margt fleira. Það
var ekki laust við þreytu frá því daginn áður, en við appelsínu-
safann hresstust þær og nutu nú ferðarinnar vel. Þær áttu að
skipta um lest í borginni Metz því lestin sem þær voru í mundi
halda áfram til Frankfurt am Main. Eftir u.þ.b. þriggja klukku-
stunda ferð rann lestin inn á brautarstöðina í Metz. Hún hafði
farið gegnum margar minni stöðvar en ekki var stansað og
áfram haldið, aðeins hægt á meðan farið var framhjá stöðvun-
um. Þær Hólmfríður og Gyða veittu samfarþegum sínum nána
athygli. Þarna var fólk af ýmsum þjóðum og litarhætti. í Metz var
klukkustundar stans meðan beðið var eftir lestinni sem færi til
Luxemborgar. Þær notuðu tækifærið og fóru út í borgina,
gengu um nágrenni stöðvarinnar og lituðust um. Þarna voru
stórhýsi og eitt bar þar af öðrum sakir mikilleika en heldur var
dimmt og drungalegt yfir húsinu. Gyða áleit að þetta hlyti að
vera fangelsi. í Ijós kom reyndar að í þessu mikla húsi höfðu
borgaryfirvöld starfsemi sína. Veitingasalurinn á brautarstöð-
inni í Metz var mesta gersemi, hátt til lofts og vítt til veggja. Þetta
var gamalt hús en innréttingar voru nýjar og þegar þau ferða-
félagarnir settust við borð ( veitingasalnum var líkast því að
maður væri kominn í tívolí. Stólarnir sem voru á járnstöngum
sem festar voru í gólfið voru mjög liðugir og var hægt að snúa
þeim í allar áttir. Þær fengu kaldan drykk við þorstanum og að
því búnu var haldið upp á brautarpallinn. Innan skamms brun-
aði önnur lest inn á stöðina. Þessi járnbrautarlest var enn fínni
en hin, enda stóð utan á henni að þar væri komin ,,Mið-Evrópu
hraðlestin". Þau fóru um borð og eftir litla stund var haldið af
stað. Einu sinni var stansað á leiðinni en síðan var komið til
Luxemborgar. Tollverðir höfðu komið og skoðað farangurfólks
og vegabréf. Ekki gerðu þeir mikla leit í töskum manna en litu
vel framan í fólk og báru saman við myndir í vegabréfum.
Ekki var veðrið betra í Luxemborg en í París. Það rigndi
töluvert og er þau gengu frá brautarstöðinni yfir að skrifstofu
Flugleiða í borginni hellirigndi og fólkið hljóp í skjól. Það var
mikil bílaumferð um göturnar fyrir framan skrifstofur Flugleiða
og Alfa hóteliðer þau komu inn og vartekið þarforkunnarvel af
starfsfólkinu. Þau ákváðu að ganga um þó rigning væri úti og
skoða í búðarglugga. Þau fóru inn á veitingastað og fengu sér
hamborgara og urðu þá öll glöð. Verslanir voru á næstu grös-
um og í Luxemborg er mikið úrval góðra búða með úrvalsvör-
um. Verðlag er svipað og á (slandi, þó kannski heldur lægra.
Þarna keyptu þær Gyða og Hólmfríður sitt af hverju, en tíminn
var naumur og brátt var kominn tími til að halda út á flugvöll.
17