Æskan - 01.01.1979, Side 22
&
FERDIST Um
„Heimskt er heimaalið barn" segir máltækið, og víst er
svo, að okkur er nauðsynlegt að hafa glugga og dyr
opnar og líta til annarra landa. En til þess að meta að
verðleikum það sem við sjáum og kynnumst erlendis
verðum við að þekkja okkar eigið land. Samanburðurinn
er þarna mikilvægt grundvallaratriði, sem á að víkka
sjóndeildarhringinn og forða okkur frá blindu og órök-
studdum fullyrðingum.
Slíkan samanburð má einnig viðhafa milli staða eða
héraða innanlands. Enn sem fyrr er þá mikilvægt að
forðast þröngsýni og reyna að sjá það jákvæða hverju
sinni.
Það hefur oft verið sagt, að við búum á mörkum hins
byggilega heims, og er þá yfirleitt litið heldur neikvætt á
hlutina. Okkar breytilega veðrátta, stundum vot, stund-
um vindasöm, er bannfærð og sögð vond. Samt verður
að viðurkenna, að nístandi kuldar eru sjaldgæfir og
sömuleiðis þjakandi hitar. Ef við lítum fullkomlega já-
kvætt á veðurfarið hér getum við sagt, að veðrið sé aldrei
vont, aðeins mismunandi gott. Til þess aö svo megi
verða skulum við vera rétt búin að heiman sérstaklega í
lengri ferðir, og hafa meöferðis réttan hlífðarfatnað og
annan útbúnað. Ef við erum þurr og okkur er hlýtt, getum
við tekið undir fyrrnefnda jákvæða fullyrðingu og sagt,
að veðrið sé aldrei vont.
Svo langorður hef ég nú gerst um veðrið, eða öllu
heldur viðhorfið til þess, vegna þess aö það hefur gagn-
ger áhrif á viðhorf til landsins okkar, og hvort við njótum
þess að ganga á vit þess eða ekki.
Þá komum við að því að ganga á vit landsins, og reyn-
um eftir bestu getu að líta jákvæðum augum á það, sem
við sjáum og upplifum. Ekki eru allir með sama marki
brenndir, og því hentar ekki öllum að skoða landið 'a
sama hátt. Höfum þá í huga, að ferðavenjur annarra eru
ekki endilega verri, þótt þær séu eitthvað öðruvísi en
okkar sjálfra.
Sumir kjósa helst að hverfa einir eða fáir saman upp til
fjalla út úr skarkala lífsins og daglegu þrasi, og mega
varla heyra þar vélarhljóð, hvað þá meira. Nóg er af
krókum og kimum á öræfum landsins fyrir þá, en þeir
verða þá sjálfsagt að forðast fjölförnustu leiðirnar. Aðrir
kjósa að aka um öræfin og ganga þá þeim mun minna,
og reyna sig og farartækið við margvíslega erfiðleika,
sem á vegi kunna að verða. Nógir möguleikar eru fyrir
þessa ferðalanga á fjölmörgum öræfaslóðum. Þeir verða
þó að gæta þess að hlífa viðkvæmum gróðri öræfanna
og aka sem minnst utan slóða.
Þegar við ferðumst um landið, skulum við hafa hug-
fast, að epgan stað er hægt að afgréiða í eitt skipti fyrir
öll. Árstíðirnar eru mismunandi, birtan og skoðunarskil-
yrði breytileg og við sjálf mismunandi næm fyrir áhrifum
umhverfisins. Þannig getum við komið margsinnis á
sömu staði, og í hvert sinn uppgötvað einhverja nýja hlið
á umhverfinu, eöa eitthvað sem við höfum ekki veitt at-
hygli áður. Við getum þjálfað meö okkur aukna hæfileika
til náttúrunautnar og ferðagleði, öðlast nýja reynslu og
nýja ánægju í hvers konar útivist á landinu.
Þá munum við komast að raun um, að hvergi er Ijótt á
íslandi heldur alls staðar fallegt, aðeins mismunandi fal-
legt eftir hugarfari okkar sjálfra og ferða- og útivistar-
þroska.
Farið vel og farið heil um landið.
Einar Þ. Guðjohnsen.
Suövestur-
land
ÝMSIR MERKISSTAÐIR
Á Bessastöðum á Álftanesi er að-
setur forseta íslands. Fyrst þegar
Bessastaða er getið í fornum heim-
ildum, eru þeir í eigu Snorra Sturlu-
sonar, en síðan kemst jörðin í kon-
ungseign og verður brátt að höfuð-
setri æðstu valdsmanna konungs á
Islandi. Síðar var þar um nokkurt
skeið æðsta menntastofnun landsins,
en forsetasetur hefur staðurinn verið
allt frá stofnun lýðveldisins.
Forsetabústaðurinn á Bessastöð-
um er í röð elstu húsa á landinu, —
byggður árið 1763.
Kirkján á Bessastöðum er einnig
mjög gömul bygging, lítið yngri en
forsetabústaöurinn, og er fyrir marga
hluti mjög sérstæð og falleg. I henni
eru margir fagrir litglergluggar með
myndum úr kristnisögu landsins.
Heiðmörk er friðland Reykjavíkur
og nágrennis og þar er mikil náttúru-
fegurð.
I Krísuvík er mikið jarðhitasvæði, og
20