Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1979, Page 36

Æskan - 01.01.1979, Page 36
Eainu sinni bjó í Hollandi, landinu þar sem vindmyll- urnar mala hveiti allan daginn, fátækur malari, sem Vil- hjálmur hét, og kona hans, sem hét Katinka. Þau strituðu allan daginn, og á kvöldin, þegar þau komu heim, borðuðu þau kvöldverðinn sinn og fóru síðan að hátta, því að þau voru svo þreytt. ,,Ef yið fengjum bara svolitla hjálp!“ andvarpaði veslings malarinn. ,,Já,“ svaraði Katinka. „Kannski að dvergarnir hjálpi okkur, ef við óskum þess nógu innilega." Eins og þið vitiö, búa litlu dvergarnir í hólunum. Þeir eru ósköp litlir, en hafa sítt skegg, alveg eins og gamlir menn, og ganga alltaf með stórar topphúfur. Ef þeim er hlýtt til mannanna, koma þeir á nóttunni allir í hóp og hjálpa þeim við vinnu sína. Þeir sópa gólfin, strokka rjómann og bæta fötin. Og nú vildi svo til, að einmitt þegar Vilhjálmur og Katinka voru að tala saman um þetta, var lítill dvergur á gægjum fyrir utan gluggann. Veslings malarinn, hugsaði hann með sjálfum sér. Hann hefur svo ósköp mikið að gera. Ég ætla að kalla á alla bræður mína og biðja þá að koma og hjálpa honum. Svo hljóp hann upp í hólana og sagði bræðrum sínum frá því, sem hann hafði heyrt. Um nóttina fóru þeir svo allir heim til malarans. Þeir möluðu allt kornið og settu hveitið í poka, og röðuðu svo pokunum vandlega í eitt hornið á myllunni. Síðan þvoðu þeir og skúruðu gömlu mylluna, þangað til hún var alveg hvít á lit. Þegar þeir | höfðu lokið við þetta, héldu þeir heim til sín upp í hólana. Þegar malarinn kom til vinnu sinnar um morguninn, I gat hann naumast trúað sínum eigin augum. Allt kornið | var malað og komið í pokana, og myllan var hvítskúruð. „Katinka, Katinka," hrópaði hann til konu sinnar. „Dvergarnir hafa hjálpað okkur.“ Gömlu hjónin voru himinlifandi og hugsuðu nú um ekkert annað en hvernig þau gætu launað dvergunum. „Við skulum setja brauð og smjör á disk út í mylluna, ef | þeir skyldu koma aftur í nótt,“ sagði Katinka. Og um kvöldið, áður en þau fóru að hátta, smurði Katinka mikið I af brauði handa dvergunum, og Vilhjálmur fór með það J allt út í myllu. Um morguninn, þegar þau komu út í mylluna, var allt | brauðið horfið og allt kornið malað. Og þannig hélt þetta áfram lengi, og gamla malaranum og konu hans vegnaði vel, og nú gátu þau gefið sér tíma til að heimsækja ná- granna sína og vini á kvöldin. 30

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.