Æskan - 01.01.1979, Qupperneq 43
Hilmar Jónsson
stórgæslumaður
II. Unglingaregluþingið þakkar
heilbrigðisráðherra Matthíasi Bjarna-
syni framlög úr gæsluvistarsjóði til
starfsemi unglingareglunnar.
III. Unglingaregluþingið þakkar öll-
um þeim sem starfað hafa að erind-
rekstri og öðru fyrir unglingaregluna
á liðnum árum. Væntir þingið þess að
fjárhagur Góðtemplarareglunnar
verði það rúmur að hægt verði að
sinna erindrekstri meira en verið hef-
ur. Telur þingið mikilsvert að unnt sé
að styðja barnastúkustarfið með
ýmsu móti og koma á heimsóknum og
mannaskiptum milli stúkna meira en
verið hefur. Miklu skiptir að skrifstofa
stórstúkunnar sé virkur og vakandi
tengiliður milli æðstu stjórnar og
gæslumanna.
IV. Unglingaregluþingið ályktar að
þörf sé breytinga á siðbók barna-
stúkna og leggur til að stórstúkan
skipi nefnd til þeirrar endurskoðunar
og hafi nefndin samráð við gæslu-
menn.
V. Unglingaregluþing þakkar Ingi-
mar Jóhannessyni, Ólafi F. Hjartar og
Sigurði Gunnarssyni mikil störf í þágu
unglingareglunnar á liðnum árum,
einkum og sér í lagi ritstjórn Vor-
blómsins.
Vormót unglingareglunnar og Um-
dæmisstúkunnar nr. 1 var haldið á
Galtalæk dagana 1. og 2. júlí. Rúm-
lega 200 unglingar og fullorðnir sóttu
mótið. Á dagskrá var reiptog, poka-
hlaup, knattspyrna og boðhlaup. Um
kvöldið var diskótek og varðeldur.
Það þótti tíðindum sæta að stúlkur
drógu stráka í reiptogi.
RICHARD
STRAUSS
Tónskáldið, sem m. a. samdi
„Rósariddarann" — sem kom út
1911, Richard Strauss, fæddist í
Munchen, Þýskalandi, 1864. Faðir
hans var tónlistarmaður og mjög
íhaldssamur, en það hafðl áhrif á
tónlistarkennslu sonarins.
Þegar hann var í gagnfræðaskóla
var 1. sinfónía hans frumflutt, og
hann vann enn einn tónlistarsigur-
inn 1885. Hans von Bulow skipaði
Strauss, sem enga æfingu hafði, til
að stjórna Serenaði sinni, og eftir
það var Strauss strax ráðinn sem að-
stoðarhljómsveitarstjóri við hljóm-
sveitina. Hér kynntist hann m. a.
fiðiuleikaranum Alexander Ritter,
frábærum tónlistarmanni, sem
Strauss bast vináttuböndum. Ritter
var einnig menntaður gáfumaður og
fékk Strauss til að kynna sér tónskáld
á borð við Berlioz, Liszt og Wagner.
Strauss var mjög raunsær maður
og sótti þangað kraft í verk sín, sem
hann notaði til að tjá það, sem honum
lá á hjarta. í tónlistinni beitti hann
dirfsku, hugarflugi og visku. Kímni-
gáfa hans kemur einnig fram í
verkum hans, ekki síst í „Uglu-
spegli", sem er sinfónískt Ijóð.
Mannþekking og umhyggja finnst í
verkum hans.
Margir söngvar og rómönsur hans
eru vinsælar og alþekkt, ekki síst
„Zueignung". Og í „Rósariddar-
anum" kynnumst við glaðværu lífi á
rókokkó-tímabilinu og létt tónlist
hans er oft leikin af nútímahljóm-
sveitum. Hann samdi eina af þeim fáu
óperum þessarar aldar, sem enn eru
leiknar.
Hann varð æ frægari bæði í Evrópu
og Ameríku sem stjórnandi og var
fastráðinn hljómsveitarstjóri við
Ríkisóperuna í Berlín, og síðar í Vín.
Hann var líka þekktur píanóleikari,
og lék oft undir fyrir frægar söng-
konur á hljómleikum, og hann gerði
mikið til að bæta kjör tónlistarmanna.
Richard Strauss lést í Garmisch
árið 1950.
NÝTT ÓLYM-
PÍUMERKI
Búið er að teikna merki Ólympíu-
leikanna í Moskvu 1980. Það var
teiknarinn Victor Chizhikov sem
teiknaði þennan skemmtilega
bangsa. Og vonandi verður and-
inn á leikunum jafn skemmtilegur
og svipur rússneska bjarnarins.
37