Æskan - 01.01.1979, Side 51
barnatími sjónvarpsins
Svar til Sigurðar, Bíldudal: Á þessum vetri hefur Sigríður
Ragna Sigurðardóttir kynnt í sunnudagsbarnatíma sjónvarps-
ins. Sigríður er vel þekkt, því hún var ein af fyrstu sjónvarps-
Þulunum og starfaði við sjónvarpið í sex ár. Þá kenndi hún um
leið við Álftamýrarskóla í Reykjavík. Sigríður er nú gift kona og
maðurinn hennar er Hákon Ólafsson, yfirverkfræðingur. Þau
hjón búa að Einarsnesi 16 í Skerjafirði. Börnin eru tvö, Kristín
Martha á sjötta ári og Sigurður Óli þriggja ára. Sigríður er bara
kynnir í barnatímum sjónvarpsins á sunnudögum, og hefur
enga hönd í bagga með efni þeirra, það starf er í umsjón sjón-
varpsins undir stjórn Andrésar Indriðasonar. Vinsælustu per-
sónurnar í þáttunum til þessa nú í vetur hafa verið skemmtifí-
gúrurnar Glámur og Skrámur.
HAFRAGRAUTUR
Svar til Siggu í Hafnarfirði:
afragrautur er góð og holl
fasða, og ættu börn og ungl-
ln9ar að borða hann oft. Hér
kemurein uppskrift um góðan
hafragraut.
V21 vatn
2 dl haframjöl
1 tsk. salt
1- Setjið kalt vatnið í pott.
2- Hrærið haframjöl saman
við.
3- Látið suöuna koma vel
UPP, setjið saltið í, hrærið í á
meðan, látið sjóða í 1 mín.
A Hellið grautnum í súpu-
ská' °9 berið fram með mjólk
°9 sykri.
TUNGUMALANAM
Svar til Höllu, ísafirðl: Þú
gætir skrifað til Hljóðfæra-
húss Reykjavíkur, Laugavegi
96, og fengið upplýsingar um
tungumálanámskeið á hljóm-
plötum eða segulböndum til
heimanáms. Sagt er að hægt
sé að læra af Linguaphone-
námskeiði nýtt tungumál á 60
tímum. Námskeið munu vera
til á ensku, þýsku, spænsku,
ítölsku, dönsku, sænsku,
norsku, finnsku, rússnesku,
grísku og japönsku.
HAUKUR MORTHENS
Svar til Jósefínu, Garðabæ: Sá dægurlagasöngvari sem á
hvað lengstan og vinsælastan feril er Haukur Morthens. Það
mun hafaveriðárið 1944, sem hann kom fyrst uppá pallinn sem
söngvari, og enn í dag syngur hann og ekki er að heyra að
stjarna hans sé nokkuð að fölna. Haukur mun hafa sungið yfir
hundrað lög inn á hljómplötur; flestar hafa þetta verið svokall-
aðar 78 snúninga plötur, síðan fjögurra og tveggja laga plötur
og breiðskífur (LP). Sú fyrsta mun hafa komið út fyrir 15 árum.
Það var 16 laga plata sem var vel tekið. í vetur hefur Haukur
ekki haft hljómsveit, en hefur fjóra hljómsveitarmenn í sinni
þjónustu og hafa þeir mikið sungið og leikið í einkasamkvæm-
um. Fyrir síðustu jól kom út nýjasta plata Hauks, sem hann
nefnir ,,Nú er Gyða á gulum kjól". Ekki er að efa að þessi nýja
plata muni ná miklum vinsældum eins og allar hans fyrri plötur
hafa gert. Það má segja um Hauk, að hann er þægilegur, lítil-
látur, háttprúður og kurteis maður. Hann hefur aldrei reykt og
því síður smakkaö vín og það er enginn vafi á því að velgengni
hans er mikið því að þakka.
45