Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 4

Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 4
reif fyrsta blaðið, með tileinkuninni, í tætlur. Hver er þá þessi maður, sem sagt er um: ,,Það er aðeins einn Beethoven til í heiminum"? Ludwig van Beethoven fæddist í Bonn 16. desember 1770. Ættaður var hann frá Hollandi; þetta var tón- listarmannaætt og fyrsti maður henn- ar fluttist frá Antwerpen til hirðar furstabiskupsins í Bonn og varð hljómsveitarstjóri þar. Beethoven þessi átti son, sem Johan hét og var tónlistarmaður; hann giftist og bjó líka í Bonn. Johan Beethoven var maður drykkfelldur og átti Ludwig sonur hans því lítilli heimilisgæfu að fagna í uppvextinum. Faðir hans sýndi hon- um hvorki nærgætni né umhyggju, segja ævisöguhöfundar Beethovens. En einu hnossi átti hann þó að fagna í uppvextinum. í Bonn var mikið og örvandi tónlistarlíf. Furstabiskuparnir höfðu sínareigin, ágætu hljómsveitir, og Ludwig hinn ungi hlustaði á alla þá hljómleika, sem honum gafst færi á. Sjálfur var hann ekki nema rúmlega 12 ára, þegar hann var orðinn dug- andi píano- og orgelleikari; auk þess hafði hann þá og fengist við tónsmíð- ar. Beethoven var mjög bráðþroska, andlega, og vissi hver köllun hans var. Hann var 16 ára er hann fór til Vínar í fyrsta sinn. Og þar var hann kynntur Mozart, sem lét hann spila fyrir sig. Það er sagt að Mozart hafi látiö sér fátt um finnast er hann heyrði til Beethovens. Mozart hinn mikli hélt auðsjáanlega að ungi tónlistar- maðurinn, sem vildi heyra dóm hans, léki lag, sem hann hefði þaulæft. Beethoven grunaði að meistarinn væri miður ánægður og bað hann um að gefa sér tema til að leika í tilbrigð- um, og nú fór Beethoven að leika þannig að Mozart og aðrir viðstaddir fóru að sperra eyrun. Að endingu kvað Mozart hafa sagt. ,,Hann kemur veröldinni til aðtala um sig." Skömmu eftir þessa heimsókn fór Beethoven heim; móðir hans, sem hann unni mjög hafði orðið veik. Eftir að hún dó hnignaði heimilinu meir og meir, og að sama skapi ágerðist drykkjuskap- ur föður hans. Hvorttveggja bitnaði að sjálfsögðu á syninum, sem þó ungur væri hafði komist í náin kynni við ýmsa tónlistarmenn og andans menn — kynni, sem entust ævilangt. Beethoven var þegar orðinn kunnur maður í hljómsveitinni; tónsmíðar hans hlutu einnig viðurkenningu þegar Haydn kom til Bonn eftir fyrstu útivist sína í London, 1792, og Beet- hoven fékk tækifæri ti að sýna honum þær. Haydn fór viðurkenningarorðum um þær og hvatti Beethoven til frekari starfa. Við þetta tækifæri barst það í tal að Beethoven skyldi fá framhalds- kennslu hjá Haydn. Að minnsta kosti fór hann frá Bonn nokkru síðar, og kom aldrei aftur þangað til veru. I’ nóvember 1792 kom hann til Vínar, 22 ára, og í þessari borg dvaldi hann lengstum, það sem eftir var ævinnar. Hinn ungi tónlistarmaður fékk kennslu hjá Haydn, en honum urðu vonbrigði að kennaranum. Haydn var svo önnum kafinn í öðru að honum vannst lítill tími til að sinna hinum unga snillingi. Og þó mun það hafa valdið enn meiru um árangursleysið af kennslunni, að meistarinn Haydn hafði enga samúð með nemanda sín- um né hugsunarhætti hans. Þess- vegna var það happ, er Haydn fór ári síðar í hljómleikaferð til London og Beethoven gat fengið sér annan kennara. Það var hinn velmetni organisti Albrechtsberger, frægur fyrir þekk- ingu sína á tónsmíði og kontrapunkti, og hjá honum starfaði Beethoven af kappi í tvö ár. Kennari og nemandinn lentu stundum í stælum. Beethoven var enginn stillingarmaður að eðlis- fari, heldur þrár og bráður og leit talsvert stórt á sig. Um þessar mundir, 1895, gaf hann út sitt fyrsta verk, Opus 1, þrjú tríó fyrir píanó, fiðlu og celló. Hann hafði samið ýmislegt áó- ur, í Bonn, aðallega ýmislegt smá- vegis, sem hann síðar felldi inn í stærri tónsmíðar. Svo liðu nokkur ár. Beethoven spilaði og samdi. Hæfileiki hans ruddi honum braut í Vín og hann komst vel af efnalega. Það skipti miklu fyrir hann, að hann komst ' kynni við ýmislegt áhrifafólk. Árið 1795 kom hann fyrst fram opinber- lega sem listamaður. Hann lék Þa píanókonsert sinn í C-dúr, og um sama leyti gaf hann út Opus 2, þrjár píanósónötur, sem hann tileinkaði Haydn. Þessar tónsmíðar fengu ágætar viðtökur og Beethoven hagnaðist á útgáfunni. Árið eftir fór hann hljómleikaferð til Berlínar og tókst vel. Það var sagt um hann, að hann væri 1. flokks píanó- leikari, og hann fékk að leika fyrir hirðina oftar en einu sinni. Hann ,,improviseraði" svo snilldarlega að það hreif jafnan áheyrendurna; á Þvl sviði var hann óviðjafnanlegur. Hinn heimskunni tónlistarfræðingur Karl Cherny, sem varð lærisveinn Beet- hovens, segir m. a.: „Tónaórar hans voru sérstaklega ágætir og furðuleg- ir. ( hvaða félagsskap, sem hann var, gat hann jafnan haft slík áhrif á hvern einasta áheyranda, að allra augu vöknuðu og margir grétu hástöfum- Því að það var eitthvað undursamlegl í tjáningu hans, fyrir utan fegurð og frumleik hugmynda hans og andríkið, sem hann beitti íframsetningu. Þegar hann hafði lokið slíkum órum átti hann það til að fara að skellihlæja og draga dár að áheyrendunum fyrir að þeir höfðu klökknað." Framhald. Hvar eru Inga og Pétur? 2 á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.