Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 28
74. Þeir óku góða stund, uns þeir komu niður í
dalinn. Þar þurfti mjólkurpósturinn að fara
ýmsa króka svo að þeir Þrándur og Bjössi urðu
eftir og ætluðu sér að bíða eftir áætlunar-
bílnum, sem von var á seinnipart dagsins. Þeir
þökkuöu mjólkurpóstinum vel fyrir ferðina.
75. Meðan þeir biðu eftir bílnum, fóru þeir að
skoða sig um. „Hvaó er nú þetta?“ segir Bjössi,
er þeir komu að auglýsingu á skilti við veginn.
Þar stóð: „Vegur til dýragrafar frá bronsöld".
„Það gæti verið gaman að skoða hana," sam-
þykkti Þrándur.
73. „Nú, hér uppi í fjöllunum eru þá sumar-
gestir með bátinn sinn,“ sagði mjólkurpóst-
urinn. „Nú er allmikil gola og því ekki gott að
róa á vatninu. Ef þið viljið sitja í kerrunni minni
niður í byggðina, þá er það velkomið.“
Mjólkurpósturinn var vingjarnlegur maður.
72. Þetta þáðu þeir með þökkum og tjölduðu
síðan á grænni grund við selið. Þar sváfu þeir
lengi dags, og næstu nótt hvíldu þeir sig
einnig, en morguninn eftir vöknuðu þeir við
drunur í dráttarvél.
m BJÖSSI BOLLA ER KOMINN AFTUR
' A. .*»«. J