Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 19

Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 19
9rjótvegum, varð holdvot þegar regn skall á og ekkert skjól var að finna og matarlaus í marga daga þegar hún varð veðurteppt. En hún fór alltaf aftur þangað til að túlka fegurð og töfra náttúrunnar í úásamlegum og tilkomumiklum myndum. Emily kom þá aftur til Victoríu til að kenna og safna fé. Loksins urðu gömlu skórnir sem héngu í rjáfrinu fullir af peningum og 1899 fór hún til Englands þarsem hún menntaðist ÍLondon og úti á landi ílítt skipulögðum námstímum. En heilsu hennar hrakaði, trúlega af of mikilli vinnu og af heimþrá; og eftir átján mánaða dvöl á sjúkrahúsi fór hún aftur til Kanada. £mily fór í annað ferðalag til Evrópu. París varð fyrir valinu, þar sem hún stundaði nám við Colarossi akademíuna. Aftur varð hún veik og neyddist til að fara heim eftir langa hvíld. En þrátt fyrir erfiðleikana hafði hún ^ynnst málurum sem höfðu orðið fyrir áhrifum liststefnu hennar. 1 Evrópu var Emily Carr tekin í tölu Þeirra er taldir voru miklir málarar. Tvö af málverkum hennar voru á meöal málverka Salon D. Automne 19111 árlegri málverkasýningu í París. ^n Breska Columbía var ekki tilbúin eö viðurkenna list hennar, og á næstu arum dró úr henni kjark, hún var ekki faer um að lifa af list sinni. Til fram- f®rslu reyndi Emily aó ala upp fjár- hunda og móta leirmuni og um tíma rak hún matsöluhús. þessi störf tóku mikinn tíma og hún ^nálaði mjög fáar myndir. Árið 1927 Urðu mikil viðbrigði hjá Emily Carr. F°rstjóri Listasafns Kanada, Eric ®r°wn, heimsótti hana. Brown var að korria á fót málverkasýningu list- málara af vesturströnd Kanada sem halda átti í Ottawa, Montreal og Tor- onto. Ungfrú Carr samþykkti að láta hann sýna 26 af málverkum sínum ásamt 'eirnriunum og teppum sem hún hafði 9erf. Þegar hún ferðaðist austur á sýninguna hafði hún tækifæri til að hitta aöra kanadíska listmálara. Athygli þeirra fyrir verkum hennar var hugljómun fyrir hina 57 ára gömlu konu. Hún fór aftur til Victoríu tilbúin að hefja starfsmesta tímabil listferils síns. Emily Carr hafði nú fengið nokkurt fé fyrir myndir sínar og gat aftur farið í ferðalög til indíánaþorpanna í norð- vestri, gömlu kumlanna þar og regn- skóganna. Eitt sinn spurði indíánakona frá Kitvancool hana af hverju hún málaði málverk af gömlum slóðum og minj- um indíánanna. Emily Carr svaraði: ,,Af því þau eru svo falleg. Þau eru orðin mjög gömul núna og fólkið þitt býr til svo lítið af nýjum munum. Smátt og smátt verður ekkert eftir af kumlum og ættarminjum ykkar og átrúnaðar- goðum. Ég vil gera myndir af þeim svo að fólk sjái hve haglega gerð átrúnaðargoð ykkar voru." Þó Emily væri sívinnandi var hún ánægð. Hún keypti lokaða sígauna- vagnkerru og bjó hana út fyrir veru- stað inni í skógunum. Hún og kjöltu- apinn hennar og hundarnir dvöldu stundum vikum saman í vagninum — hún málandi og teiknandi — og þau öll njótandi góða loftsins og frjáls- ræðisins. Á seinni árum þegar heilsa hennar leyfði ekki þessar útilegur fann Emily Carr að hún gat túlkað tilfinningar sínar og hugmyndir í orðum eins og myndum. Fyrsta bók hennar hét ,,Klee Wyck" (en það nafn fékk hún frá Chinook indíána) og þýðir ,,Hin hlæjandi". Næst var ,,Bók hinna smáu.“ Þar segir Emily Carr sögur af fjölskyldu sinni, og af lífinu í Victoríu á seinasta fjórðungi nítjándu aldar. Emily Carr andaðist 1945. Litla hamingjusama stúlkan sem hafði lært að sigra erfiðleika og mótlæti lífsins hafði séð drauma sína rætast og skilið heiminum eftir fögur verk. Þrenns skaltu óska þér: Heilbrigði, góðs lundernis og góðra vina 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.