Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 18

Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 18
Einu sinni var lítil stúlka sem var mjög hamingjusöm. Allt í kringum hana voru hlutir sem hún elskaði: tré, grundir vaxnar blómum sem fylltu hjarta hennar unaði, kjúklingar og kýr sem hún hændi að sér, og nágrannar hennar voru skemmti- legt fólk og staðir til að rannsaka allt í kring. Þessi litla stúlka hafði tvo dásamlega eiginleika: hún vissi hvað hún vildi og hún hafði þolinmæði til að vinna nógu mikið og bíða nógu lengi eftir að draumar hennar rættust. Hún varð mikill málari. Fyrir málverk sín og bækur sem hún skrifaði varð hún fræg. En hún var líka stúlka sem átti mörg vandamál. Hún var yngst af sex systrum sem skipuðu henni fyrir. Og alltaf endaði það svo að hún var sú druslulegasta og skít- ugasta af þeim (hvernig gat það farið öðruvísi en að fjósið yrði aðseturs- staður hennar), og hún fékk eilífar skammir. Foreldrar hennar dóu þegar hún var unglingur, og eldri systur hennar hugsuöu um hana. Þrátt fyrir það hlýtur hún að hafa verið einmana. Strax á æskuárum sínum langaði hana að læra að verða listmálari og fór til Evrópu til listnáms en fékk svo mikla heimþrá að hún veiktist — og þegar hún kom aftur heim og sýndi fjölskyldu sinni og vinum málverk sín, þá varð enginn hrifinn af þeim. Henni fannst þá vinna sín vera mistök og málaði ekki í mörg ár af kjarkleysi. Þú hefur trúlega getið þér til að þessar tvær litlu stúlkur voru ein og sama stúlkan. Nafn hennar var Emily Carr. Foreldrar hennar höfðu yfirgefið England og sest að í Kanada áður en hún fæddist 1871. Hr. Carr faðir hennar rak stóran matarmarkað í Victoriu í Bresku Columbíu og fjöl- skyldan bjó í útjaðri ríkisins. Fjölskyldan hafði flutt öll húsgögn sín og búslóð frá Englandi og hr. Carr var mjög hreykinn af hvað hann hafði látið land sitt líkjast mjög hinu enska heimalandi sínu. Hin mikla ást hans á ættjörð sinni gekk í arf til dóttur hans Emily. En auðvitað var heimabyggð Emily vesturhluti Kanada og hún elskaði það allt sitt líf. Fyrirmynd margra bestu mynda hennar eru regnskógar Bresku Columbíu. Bækur hennar lýsa land- inu og náttúru þess eins og það korff henni fyrir sjónir. Seinna á æskuárum sínum fór Emily Carrtil San Francisco til náms á California School of Design. Hún var fimm ár þar að læra að mála andlits- myndir og landslag. Þessi námsár þjálfuðu hana 1 undirstöðuatriðum tjáningar sinnar. En hún fann að hún var bara byrjandi- Eins og hún orðaði það: ,,Ég var eins og barn að raða stafrófinu saman. Ég var ekki byrjuð að mynda orð úr stöfunum." Þegar ungfrú Carr sneri aftur til Victoríu tók hún aö kenna börnum teiknun, fyrst í einkatímum heima hjá sér, en síðar á loftinu yfir fjósinu. Emily elskaði alltaf áð vera á meóal dýra svo að fjósið kom sér vel með kúnum og vingjarnlegum páhana sem hreykti sér hátt á þakinu. Upp í rjáfrið hengdi hún gamla skó sem hún geymdi peningana í sem hún tók fyrir kennsluna. Þegar þeir yrðu troðfullir þá ætlaði hún að fara fyrstu ferð sína til Evrópu. En á meðan varö Emily fyrir reynslu sem varð ákaflega þýðingarmikil fyrir líf hennar og starf. Trúboði nokkur sem hún kynntist ÍVictoríu bauð Emi- ly í heimsókn til sín á aðsetur sitt í afskekktu indíánaþorpi. Lífið þar var ekki þægilegt. í ævisögu sinni ,,Gróin sár", skrifar Emily: ,,Við lifðum á fiski og hreinu lofti — sváfum á harðri jörðinni sem særði okkur, en hin yndislega villta víðátta bætti allt upp- Ég elskaði þetta allt — engin landa- merki, ekkert upphaf, enginn endir, ein samfelld gróðursýn." Emily Carr fór margar ferðir þangað síðar á ævinni til að gera uppdrætti eins og þá sem hún sá í þessari heimsókn. Það voru aldrei auðfarnar ferðir fyrir hana, hún leið af sjóveiki á litlum bátum, hristist og hossaðist á gömlum flutningavögnum á holóttum 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.