Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 46
Skák
éí
Kennslustund í skák
* Kóng:iir K
# # Drottning' D
1 Hrókur H
A i. Biskup B
& * Riddari R
£ t PeS
Skák er skemmtileg íþrótt, en hún
er ekki bara íþrótt. Bobby Fischer
hefur sagt, aö hún vasri íþrótt, og vís-
indi og Bent Larsen, að hún væri
íþrótt, vísindi og list. Flestir hafa mikla
ánægju af skák, þegar þeir hafa gefið
sér tíma til þess að læra hana. Mögu-
leikar hennar eru ótæmandi. Enginn
hefur til þessa getað haldið því fram
með sanni, að hann kunni full skil á
öllum þáttum skáklistarinnar. Mark-
mið þessar greinar er að gera
lesendum grein fyrir frumatriðum
hennar. Síðan getur hver sem vill
haldið áfram og kynnt sér skáklistina
betur.
Á íslensku hefur verið gefið út
nokkuð af góðum skákbókum á
undanförnum árum, bæði eftir inn-
lenda og erlenda höfunda. Einnig er
hér haldið úti myndarlegu skáktíma-
riti. Þá er jafnframt á boðstólum í
verslunum hér fjöldi góðra skákbóka
og tímarita á erlendum tungumálum.
Ef sá, sem áhuga hefur, kann þó ekki
sé nema mannganginn og síðan það
merkjaletur, sem skákbókmenntirnar
styðjast við, getur hann áunnið sér
mikla þekkingu og hæfni í skák með
því að hagnýta sér skáktímarit og
bækur.
Lokatakmark manntaflsins, eins og
skák er nefnd öðru nafni, er að máta
kóng andstæðingsins. Þetta gerist, er
kóngurinn getur ekki komið sér und-
an þeirri árás (skák +), sem einhver
úr liði andstæðingsins gerir á hann.
Taflinu er þá lokið og tapað af hálfu
þess aðilans, er á kónginn, sem er
mát. í reynd lýkur taflinu oftast
miklu fyrr með því að aðilinn gefur
taflið. Þetta á sér yfirleitt stað, þegar
annar teflandinn veröur fyrir miklu
liðstjóni eða kemst ekki hjá því eftir
svo og svo marga fyrirsjáanlega leiki
að verða mát, hvernig sem hann fer
að. í skákmótum getur taflið einnig
taþast fyrir þá sök, að annar tefland-
inn fer yfir þau tímamörk, sem heimil
eru, að því er umhugsunartíma snert-
ir.
Sá, sem hefur hvítt, leikur alltaf
fyrsta leikinn. Þetta er unnt að gera á
20 mismunandi vegu með riddara eða
peðum.
Peðunum má í fyrsta leik leika fram
um tvo reiti en eftir það aðeins einn
reit. Þau valda eigin menn eða gera
árás á menn andstæðingsins á ská. I
sambandi við peðin ber að geta þess,
að þau má stundum drepa með
..framhjáhlaupi" (en passant). Sem
dæmi má nefna, að hvítt peö hefur
■ b cd« f g b
mmmm *
■A
* b c d e f g
náð til reitsins d5 og svartur leikur e-
peði sínu fram um tvo reiti (merkt
e7—e5), þá hefur hvítur rétt til þess í
næsta leik að drepa svarta peðið, þaö
er að segja taka það brott af borðinu
og setja sitt peð á reitinn e6. Sömu
möguleika hefur svartur, þegar peö
hans hafa náð fram á fjórðu röð, f®rl
hvítur hliðarpeðin frá annarri röð fram
um tvo reiti yfir á fjórðu röð.
Þegar peð annars teflandans naer
fram á 8. röð, það er að segja kemst
upp i borð andspænis, má breyta því1
hvaða mann sem er, þó ekki í kóng.
Riddararnir eru, að fráskildum
hrókunum við hrókeringu, einu
mennirnir, sem unnt er að flytja yí|r
eigin menn eða menn andstæðingsins.
í fyrsta leik er þannig unnt að færa
hvítu riddarana frá upphafsreit yfir a
reitina a3, c3, f3 og h3. Þetta er merkt
t. d. Rg1—f3. Hvernig manngangur-
inn er að öðru leyti lærist best með Þvl
að stilla upp þorði með skákrnönnum
og athuga þær myndir sem birtar eru
með þessari grein.
Uppstilling mannanna, áður en
taflið hefst, útlit þeirra á prenti og
merking reitanna sést glöggt af með-
fylgjandi myndum. Eftir eru fáeinar
reglur og athugasemdir, áður en við
byrjum á sjálfu talfinu.
Framhald-
40