Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 20

Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 20
Fjölskyldutengslin treysta ber, tilgangur þáttarins einkum er. Biðjum Guð að blessa hann, og bæta sérhvern landsins mann. V. E. Kæru börn og aðrir lesendur Árið 1981 er ,,Ár fatlaðra". Þegar okkur verður hugsað til þeirra mörgu, sem hafa orðið fyrir þeirri lífsreynslu að vera fatlaðir á einn eða annan hátt, þá getur ekki hjá því farið, að við, sem heil erum heilsu, verðum þakklát fyrir að við höldum ennþá heilsu okkar. Það búa sannarlega ekki allir við sömu kjör eða sömu aðstæður í lífinu. Allt getur skeð — hraustur maður getur allt í einu slasast — orðið veikur á einn eða annan hátt — verður fatlaður af ýmsum orsökum. Sumir fæðast fatlaðir, við vitum ekki af hverju, en allt hefur sínar orsakir. Það eina sem við vitum, eða ættum að vita og það er það að mennirnir eru í raun og veru ein stór fjölskylda, og ættu þar af leiðandi að hjálpast að í erfiðleikum og mótlæti. Við sem erum svo lánsöm að vera hraust ættum aó sýna þakklæti okkar með því að styðja þá og styrkja, sem eitthvað amar að. Telja í þá kjarkinn, vera vinir og sam- herjar, hjálpa þeim að taka þátt í hinu daglega lífi, en geyma þá ekki einhversstaðar, og halda að þeir séu ekki til neins nýtir. Ég þekki stúlku sem er búin að vera lömuð í hjólastól nærri alla ævina, en hún er komin yfir fertugt. Einu sinni þegar við vorum að tala um reynslu hennar, sagði hún mérfrá því, hvernig þetta hefði atvikast. Hún hafði verið að hanga aftan í bíl — og ekki meira um það. Síðan hefur hún ekki getað hlaupið, stundað íþróttir og fleira eins og önnur börn, og henni hefur auðvitað oft liðið illa bæði andlega og líkamlega. Henni fannst stundum aö hún væri ekki til neins nýt. Það var mesti misskilningur hjá henni. Hún hefur hjálpað ótal mörgum, sem hafa átt við svipuð vandamál að stríða. Uppörvað, talað í þá kjark, hughreyst og glatt, fengið þá til að hugsa um eitthvað annað, talað í þá áhuga á ýmsu, sem þeir gátu ráöið við. Ég varð vitni að því, að mörgu gamalmenninu hjálpaði hún meö ýmsu móti — með glöðu og góðu viðmóti. Það átti hauk í horni þar sem hún var. Þessi pistill er ekki bara til ykkar, börnin mín. Mig langartil að mamma og pabbi lesi þetta með ykkur og þið talið síðan saman um það, hvort þið þekkið einhvern, sem þið getiö létt undir með, eða tekið þátt í einhverju sem aðrir aðilar gera fötluðum til gleði og gagns. Þessu fylgja tvær litlar sögur. Önnur er úr Lífi og starfi Jesú en hin er úr daglegu lífi nútímans. Þær skýra sig sjálfar, þið þurfið kannski að lesa þær tvisvar til þess aó þær festist í huga ykkar. Ég óska ykkur alls góðs með kveðju frá okkur öllum í Kirkjumálanefndinni. H. T. — amma. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.