Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 48
mm
rúðurnar hennar Dott hétu Janet
og Janie, Jón og Jóhanna. Janet var
elst, enda var hún lang óhreinust og
óþrifalegust til fara. En Jóhanna var
yngst og hún glotti alltaf svo ill-
yrmislega, þegar hún leit til Janet.
Það var eins og hún ætlaði að segja:
„Ekki er hárið á mér eins og á flóka-
trippi. Ég er nærri því eins fönguleg
og brúðurnar hennar Maríu."
En það var hún nú samt ekki, eftir
því sem Dott sagði henni. Dott sagði:
,,Þú verður aldrei eins falleg og brúð-
urnar hennar Maríu. Enda veistu það,
aó við eigum engaömmu. Og bráðum
verður þú víst eins óhrein og tuskuleg
eins og Janet og Janie, því að enginn
er til að þjóna þér." Svo hratt hún
brúðuvagninum hratt áfram gang-
stéttina og Punch, litli hundurinn
hennar, urraði.
Dott þótti það ósköp leiðilegt, að
hún skyldi ekki eiga neinar ömmur.
María, sem átti heima á næsta götu-
horni, átti nærri því fjórar, nefnilega
tvær reglulegar ömmur, eina lang-
ömmu og eina ömmusystur, og þær
saumuðu allar föt á brúðurnar henn-
ar, sem hægt var að færa þær úr og í.
Jú, víst voru þær sniðugar, brúðurnar
hennar Maríu. En Dott átti engan að,
sem gat saumað upp á brúðurnar
hennar, því að hún mamma hennar
var austur í Indlandi, en hún átti
heima hjá frænku sinni, sem hafði svo
mikið að gera, að hún komst aldrei til
að sauma brúðuföt.
,,Ég vildi óska að ég ætti ömmu!"
andvarpaði Dott.
En í sama bili gelti Punch: ,,vovv!
vovv!" eins og hann gelti, þegar hann
var í vinarhug. Dott leit upp og sá nú
gamla konu með stráhettu, og gamla
konan sagði:
,,Er það sem mér sýnist — þarna er
þá hvolpurinn, sem kom þegar ég var
að súpa tebollann minn á mánudag-
inn var!"
,,Það var einmitt daginn, sem hann
stalst að heiman," sagði Dott. ,,Ég
vona, að hann hafi ekki gert neinn
óskunda."
„Óskunda?" sagði gamla konan.
,,Nei, það var nú eitthvað annað. Mér
þótti gaman að hann skyldi koma. Ég
er svo einmana. En þú átt stóra fjöl-
skyldu, sé ég."
,,Já," sagði Dott, ,,en hún er svo
skelfing sóðaleg!"
Hún horfði á gömlu konuna. Þetta
var Ijómandi falleg amma. Punch beit
í hálsbandið sitt og kippti í. Það var
eins og hann ætlaði að segja:
„Spurðu hana bara — það gerir ekk-
ert til. Við skulum sjá, hverju hún
svarar. Spurðu hana — fljót nú!"
,,Úr því að þú ert svona einmana,
Bí bí og blaka.
heldurðu þá ekki, að þú vildir — að þú
hefðir gaman af að — “
„Gaman af hverju, væna mín?“
sagði gamla konan og brosti.
„Gaman af að verða amma brúð-
anna minna," sagði Dott. „Þær vantar
svo tilfinnanlega aðhlynningu."
„Mig langar ekki til neins fremur,"
sagði gamla konan. „Lofðu mér aó
koma með þér heim til ykkar."
— Og nú ætla ég bara að segja
ykkur það, að gamla konan ga*
saumað miklu betur heldur en allar
ömmurnar hennar Maríu til samans,
svo að uppfrá þessu voru brúðurnar
hennar Dott alltaf hreinar og prúó-
búnar.
BRUÐURNAR HENNAR DOTT
Brððurnar
hennar Dott
42