Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 12
>%
Svarta lakkið sem einu sinni var glansandi fagurt, er víða sprungið af og ryðblettir komnir í
staðinn, á gömlu útslitnu eldavélinni sem nú húkir úti í horni og dregur fram lífið sem
uppgjafagripur.
Upprunalega var hún smíðuð fyrir eldaklefa í stóru skipi, en lifði síðar nokkur ár um borð í
seglbáti, þar sem hún stóð sig vel úti í horni, að veita hlýju í herbergið þó vindur og veltingur
væri útifyrir.
Nærð meö steinolíu, gaf hún frá sér mildan eða sterkan loga á þremur skrúfuhausum á
höfði sér, sem hægt var að hita potta og pönnur á.
Hún elskaði hornið sitt, marrið í tréþiljunum og slátt seglanna í vindhviðunum. Og hún
elskaði ilminn af matnum sem soðinn og steiktur var á henni: egg og flesk, fiskur, kálsúpur
eða vatn í te og kaffi.
En dag nokkurn var hún tekin úr horninu sínu, sett í kassa, flutt í land og loks komió fyrir í
eldhúskytru í litlu koti uppi í sveit.
Og þarna stóð hún nú, orðin gömul, en þráði sífellt hornið sitt í seglbátnum. Úr ryðguðum
skrúfuhausum hennar flökta veikburða logar, sem koma þó á löngum tíma suðu á vatnið.
,,Ég er ánægður, þetta er ágætt svona fyrir mig" rumdi súpupotturinn. „Fituga kjötseyðið
skvampast þá ekki yfir barma rnína."
,,En það hitnar aldrei almennilega" hvíslar pannan. ,,Feitin rennur varla, og flestir telja það
mér að kenna. Ég er gerð fyrir hita, svo þetta á ekki við mig."
,,Æ, hvaö," gutlar eggið, sem liggur útrunnið á pönnunni. ,,Ég brenn þá ekki við, og fólk
segir mig bragðast betur og sé hollari. Ég er því ekki fyrir mjög mikinn hita."
Maðurinn sem situr við eldavélina hefur nógan tíma, hann hlustar vinsamlega á, stoppar í
pípuna sína og segir: ,,Hafðu engar áhyggjur gamla olíuvél."
Nýr, glampandi bjartur hraðsuðupottur fullur af nautakjöti, kartöflum og baunum, tautaði
æstur: „Þessi vesældar logi, þessi Volæðis hlýja viö fallega botninn minn, gerir mig alveg
vitlausan! Til hvers er ég hér eiginlega? Ég heiti þó hraðsuðupottur! það bólar ekki í mér, ég er
gerður fyrir meiri hita, ekki svona volæðistýru, sem ekkert getur. .
Eldavélin blæs þreytulega síðustu loftbólunum aö logunum þremur, sá fyrsti slokknar,
annar. . . og loks sá þriðji.
„Uss, hver fjárinn, svarti reykurinn ætlar alveg að kæfa mig," hrópar fini potturinn, „hjálp."
Gamli maðurinn tekur snarlega potta og pönnu niður, lokar fyrir loftskrúfurnar og setur
steinolíu í geymi vélarinnar aó nýju.
„Verið ekki að kvarta, bráðum er allt í lagi aftur."
Hann hreinsar skrúfurnar, strýkur þær meó brennsluspritti og sjá, logarnir kvikna aftur,
einn, tveir, þrír bjartir og hreinir, og jafnvel dálítið sterkari.
Eggið stiknar á pönnunni, suða kemur á vatnið í pottinum, og flautan á hraðsuðukatlinum
tístir lítilsháttar. Hann tautar: „Jæja, hefur nokkurt ykkar heyrt mig flauta svo hátt, að smogið
Bókabúð ÆSKUNNAR er á Laugavegi 56, sími 14235
10