Æskan - 01.04.1981, Blaðsíða 37
ER HÆGT AÐ SJÁ VEIRU
(huldusýkil)?
Veira er smæsta lífvera, sem or-
sakar sjúkdóm. Hún sést ekki meö
Venjulegri smásjá, en vísindin hafa þó
9etað rannsakað gerð hennar. Nú
ata menn ultra-smásjár til að virða
*yrir sér þessar örsmáu lífverur. En auk
Pess geta vísindin aflað sér margs-
°nar þekkingar um stærð og gerö
'nr|a mörgu veirutegunda, með raf-
eindasmásjám.
^feindasmásjáin notar rafeinda-
ðeisla í stað Ijósgeisla. Rafeindirnar
ara 1 gegnum það sem á að skoðast,
er 'endir á Ijósmyndaplötu og býr til
n^ynd. Með þessari aðferð er hægt að
st®kka það sem verið er að athuga,
um 100,000 sinnum.
^eð aðstoð rafeindatækninnar
hafa menn komist að því, að stærð
veira getur verið frá 300 — 10
milljmíkrón, en eitt millímíkrón er einn
milljónasti úr millimeter.
Enginn veit enn meö fullri vissu
hvað veirur raunverulega eru. Sumir
vísindamenn álíta að þær séu ná-
tengdar gerlum. Aðrir álíta þær nokk-
urs konar ,,frumagnir“ í líkingu við
genin (arfstofna). Og sumir telja þær
vera millistig við lifandi, og ekki-lif-
andi efni.
Eftir því sem menn best vita, geta
veirur aðeins þroskast og æxlað sig í
lifandi vefjum, en það torveldar auð-
vitað rannsóknir á eðli þeirra og lifn-
aðarháttum. Menn hafa þvi orðið að
sundurgreina veirur eftir möguleik-
um þeirra til að smita lifandi frumur,
og þeim viðbrögðum sem slíkt veldur
í likama manna og dýra.
Framleiða veirur eitur'eða eiturefni?
Menn telja svo vera, en geta ekki að-
greint það frá veiruögninni, og vita
heldur ekki ennþá, hvernig þessi
hugsanlegu eiturefni kveiki sjúkdóma
— ef þau þá gera það.
SUMARTUNGLIÐ
Sumartungl heitir það tungl, sem er
á lofti 5. maí, hvort sem það er ungt
eða gamalt. Þegar maður sér það
fyrst á maður ekkert orð að segja,
heldur bíða, þangað til einhver
ávarpar mann, og er mikið undir því
komið, hvað þá er sagt við mann, því
að þau orð eru óbrigðul spádómsorð,
þó að oft séu þau á huldu. Þetta heitir,
að ,,svara einhverjum í sumartungl-
ið“. Það halda sumir, að þessi gamla
trú í sambandi við sumartunglið sé
ekki aldauð hér á landi enn í dag.
ELGUR
Eitt af þeim skógardýrum Norður-
Evróþu, sem sífellt fer fækkandi, er
elgurinn. Hann er stórt dýr, stærri en
hestur, um 2 metrar á hæð um bóg-
ana, háfættur, og fæturnir sterkir og
stórar klaufirnar. Kemur það sér vel,
þegar hann leggur leið sína um flóa
og foræði, sem lítt fært mundi öðrum
dýrum. Hann á oft fótum sínum fjör að
launa, þegar hann flýr undan klóm
rándýranna eða kúlu veiðimannsins.
Stundum snýr hann móti óvini sínum,
úlfum, gaupum o. fl. og beinbrýtur
þau í einu höggi með framfótunum.
Karldýrin hafa stór horn, og falla þau
af árlega, en kvendýrið er kollótt.
Hann er dökkgrár að lit nema fæturnir
eru Ijósgráir. Elgir lifa af jurtafæðu,
grasi, laufi og greinum og berki
trjánna, einkum þykir þeim góður
þörkur af öspinni. Elgir eru eftirsótt
veiðidýr, bæði eru þeir stórir og svo
þykir kjötið jafngott nautakjöti.
in minnsta baktería sem þekkist, coli-fruman (1), er sett hér til stærðar-
Samanburðar við nokkrar veirur: 2. Kúabóla — 3. Hettusótt — 4. Drep (kol-
randur) — 5. Lömunarveiki 6. Gulusótt — 7. Inflúensa. Fyrirmyndirnar eru
s,^kkaðar 6 ,000,000 sinnum.
31