Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1983, Page 4

Æskan - 01.01.1983, Page 4
búiö til að veita hverjum og einum þá þjónustu, sem viö á. Heppilegast er að velja sér þann tíma dagsins, þegar bú- ast má við, að sem minnst sé að gera í versluninni, því að það getur tekið drjúgan tíma að velja réttan útbúnað. Fyrst þarf að spyrja um getu viðskipta- vinarins, svo að hægt sé að gera sér grein fyrir að valdir séu ekki alltof stórir skór, en aðalatriðið er, að skórinn falli mjög þétt að fætinum. Rétt er að taka fram, að ekki eru allar skótegundir eins mótaðar og er því nauðsynlegt að máta fleiri en eina gerð. Endingartími skíðanna fer svo eftir ýmsu, til dæmis hve oft er farið á skíði yfir veturinn, því að skíðin slitna, kantar og sólar og ýmislegt annað. Að end- ingu er ráðlegt að kaupa góðar binding- ar, en það eru til margvíslegar gerðir af þeim. Fyrst eru bindingarnar settar á samkvæmt skónum, og síðan eru ör- yggin stillt eftir því, hversu þungur mað- urinn er og hver geta hans er. Öryggi hjá byrjanda eru því ekki eins stillt og hjá vönu skíðafólki. Talið var í október síðastliðnum, að skíðabúnaður, þar með talinn fatnaður að einhverju leyti, fyrir fjögurra manna fjölsky'ldu, sem er algerir byrjendur í skíðaiþróttinni, mundi geta orðið um 19 til 20 þúsund krónur. Hér kemur miðlungsverð á nauðsyn- legustu hlutum. Fyrst er það sjálfur húsbóndinn í fjölskyldunni. Skíði undir hann kosta um 1860 kr., bindingar um 1000 kr., ásetning 70 kr., stafir 247 kr., skór af miðlungsgerð um 1300 kr. Sam- tals er þetta orðið 4477 kr. Skíðagalli getur verið á ýmsum verðum eða allt frá 1500-2000 kr. og upp í jafnvel 5000 kr. En sé tekið miðlungsverð, má reikna með um 3000 kr. Verð á útbúnaði kvenna er ósköp svipað og hjá herrunum. Skíðin eru að- eins ódýrari, 1280 kr., bindingar 620 kr., stafir 247 kr., ásetningin 70 kr. og skór 1100 kr. Sama verð er á dömugöll- um og herragöllum. Þá eru það börnin. Þá væru skíðin á 1140 kr., bindingar 558 kr., stafir 73 kr., ásetning 70 kr. og skór um 600 kr. Gallar væru á um 2000 kr. Verð á húfum er um 100-150 kr., hönskum um 150-350 kr. Lúffur eru ívið ódýrari. Auðvitað mætti halda lengi áfram að telja upp til dæmis gleraugu, sokka, nærföt og eitt og annað, en þetta eru svona höfuðdrættirnir í útbúnaðinum. TIL BYRJENDA í SKÍÐAIÐKUN Einu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu eina dóttur for- kunnarfagra. Kóngi þótt mjög vænt um dóttur sína og lét smíða handa henni skemmu. í skemmu sinni geymdi Ýda (en það var nafn hennar) meðal annars gimsteina sína. Nú víkur sögunni í kot karls og kerlingar. Þau áttu einn son sem Áki hét. Einn dag fréttist það að gimsteinar prinsessunnar væru horfn- ir. Kóngur lofaði því að hver sem fyndi gimsteinana mætti fá prinsessuna fyrir konu og hálft ríkið að auki. Áki kom nú að máli við föður sinn og móður og fékk að fara í leitina. Áki gekk nú lengi lengi. Loks kom hann að helli einum. Hann fór inn í hellinn. Sá hann þá hvar tröll eitt með þrjá hausa var sofandi. Áki var með sverð með sér og einnig hníf. Tók hann sverðið upp og hjó alla hausana af tröllinu. Lyfti hann svo rúmdýnunni og þar var gimsteinaaskja prinsessunn- ar. Áki hélt nú til hallarinnar. Þegar hann kom í höllina fagnaði Ýda honum vel. Var svo brúðkaup þeirra haldið og ef þau eru ekki dáin lifa þau enn þann dag í dag. Sigurlín Gunnarsdóttir Álfhólsvegi 19 Kópavogi. Viöskiptavlnur: Eru eggin ný? Kaupmaður (við sendilinn): Alfreð, viltu athuga hvort eggin eru orðin svo köld að við getum selt þau. 4

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.