Æskan - 01.01.1983, Síða 7
út í það að syngja dægurlög. Fyrsta
hljómsveitin sem ég söng með var
hljómsveit Riba sem skemmti í
Tjarnarkaffi. Ég var rrieð honum í tvo
mánuði, en var reyndar búin að ráða
mig hingað norður til að syngja með
Atlantic kvartettinum. Riba var ekk-
ert hrifinn af því og var alltaf að
segja: „Ekki fara til Akureyrar, það
er ekkert gaman þar.“ Hann hefur
sennilega viljað hafa mig áfram.
... og síðan
bara Finnur
En ég fór samt og var hér eitt sumar.
Það var sumarið '58 í Alþýðuhúsinu. Ég
fór suður aftur og skemmti þá í Fram-
sóknarhúsinu sem síðar varð Stork-
klúbbur og loksins Glaumbær. Þar var
ég með hljómsveit Gunnars Ormslev.
Það var árið sem dönsku skemmtikraft-
arnir Nína og Friðrik komu til landsins.
Sumarið þar á eftir fór ég norður aftur,
næsta vetur var ég á Hótel Borg með
hljómsveit Björns R. Einarssonar. Og
eftir það var ég með Finni, við erum
saman enn og ætlum að verða saman
áfram," og nú hlær Helena dátt.
- Var Finnur þá með eigin hljóm-
sveit?
„Nei, það var Atlantic kvartett og þar
voru einnig Ingimar Eydal, Óðinn Valdi-
marsson, Sveinn Óli Jónsson og Edwin
Kaaber. Það má eiginlega segja að
þetta hafi verið fyrsta hljómsveit Finns
og Ingimars og skemmti í Alþýðu-
húsinu, þá var Sjálfstæðishúsið ekki
tekið til starfa. Þessi hljómsveit starfaði
í fjögur sumur. Að því loknu fórum við
Finnur suður, en Ingimar byrjaði með
eigin hljómsveit um leið og Sjálfstæðis-
húsið opnaði. Við komum ekki inn í
dæmið þar við Finnur fyrr en 1966.
Síðan spiluðum við stanslaust í Sjálf-
stæðishúsinu til ársins 1976 eða 1977
eða þar til Ingimar varð fyrir slysinu. Þá
hættum við í eitt og hálft ár eða þar um
bil, en að því loknu komum við Finnur
þar inn aftur, hljómsveit Finns Eydal,
en við vorum hætt þar áður en húsið
brann."
í Alþýðuhúsinu á Akureyri 1960.
Sextán ára söng hún lagið Hvítlr mávar.
„Sjallastemmningin"
landsfræga
- Það tala margir um „Sjalla-
stemmningu" sem mun víst vera
landsfræg, og það er óhætt að segja
að það hafi verið hljómsveit Ingi-
mars Eydal sem skapaði hana.
„Ég myndi taka undir það, það er
ekki síst hljómsveitinni að þakka þegar
góð stemmning er á dansleikjum. Það
var oft ákaflega gaman í Sjálfstæð-
ishúsinu á þessum áum. Það var t. d.
opið öll kvöld vikunnar yfir sumar-
tímann nema miðvikudagskvöld og
mikið um ferðafólk. Mánudagskvöld
voru t. d. oft alveg ágæt kvöld, opið til
hálf tólf. Fólki fannst tilheyra að fara í
Sjallann, þegar það kom til Akureyrar."
- Á þeim tíma sem þið eruð á
bólakafi í þessu ef svo má segja,
eignist þið hjónin þrjú börn. Hvernig
gekk að samræma það að ala upp
börn og vinna úti á þennan hátt?
„Ég held að börnin hafi aldrei beðið
neinn skaða vegna þess. Þá vann ég
ekkert annað utan heimilisins en þetta.
Ég á yndislega tengdamóður sem
ævinlega hefur verið boðin og búin til
að passa börnin og hún gerði það í
mörg, mörg ár.“
— En var það ekki oft erfitt að
vera að skemmta fram á nótt og
þurfa svo að taka til við heimilis-
störfin snemma morguninn eftir ?
„Ég neita því ekki að ég var oft syfj-
uð. Hins vegar hef ég alltaf haft
hestaheilsu og það hefur auðvitað haft
sitt að segja. Ég held að ég hefði aldrei
getað þetta ef ég hefði ekki verið
heilsuhraust."
- Eins og alþjóð veit hefur He-
lena Eyjólfsdóttir sungið gífuriegan
fjölda af lögum inn á hljómplötur.
Hún sagðist ekki vita hversu mörg
lögin væru orðin eða plöturnar,
enda skipti það ekki mestu máli. En
hvenær kom fyrsta platan og hvað
var á henni?
„Ég var 11 ára þegar ég söng inn á
fyrstu plötuna, en það voru tveir jóla-
sálmar, „Heims um ból“ og „í Betlehem
er barn oss fætt". Það var Tage Amm-
endrup sem þá var með Islenska tóna
sem gaf þetta úr á 78 snúninga plötu.
Fimm árum síðar vildi hann gefa þessi
lög út aftur, á 45 snúninga plötu og
fannst þá að það yrði endilega að bæta
tveimur lögum við. Þá var ég 16 ára, og
sálmunum „Ástarfaðir himinhæða" og
„Jesú bróðir besti“ var bætt við.
7