Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1983, Qupperneq 9

Æskan - 01.01.1983, Qupperneq 9
Tríó Finns Eydal í Þjóöleikhúskjallaranum 1962. Frá vinstri: Finnur, Helena, Gunnar Reynir Sveinsson og Edwin Kaaber. um. En þetta er að því leyti erfiðara að það þarf að ferðast um með hljóðfærin, stilla þeim upp fyrir hvern dansleik og þeytast um í bíl.“ - Nú er sjálfsagt erfitt að finna út hvað þau lög sem þú hefur sungið inn á plötur um dagana eru orðin mörg. En er eitthvert lag sem þú heldur meira upp á en önnur? „Það er ekki hægt að segja að ég haldi meira upp á eitt lag en annað, en það eru ákveðin lög sem ég er ánægð- ari með en önnur. Ég hef ekkert dálæti á neinu því sem ég sjálf hef gert á plötu. Ég er hinsvegar ánægð með lag á plötunni „í sól og sumaryl" sem heitir „Skín sól“. Mér fannst þetta lag vel heppnað en það heyrist mjög lítið. Ann- að lag var á plötunni „Kátir dagar" sem heitir „Komdu til mín“ og mér fannst það mjög vel heppnað, en það er sama sagan með það, það er lítið spilað." - Það fer sem sagt ekki alltaf saman að þið séuð ánægð með eitt- hvert ákveðið lag og að það nái vin- sældum og sé mikið spilað? „Nei, alls ekki, þetta er svo mikið happdrætti og það renna allir blint í sjóinn hvað þetta varðar, allir plötu- útgefendur og flytjendur. Ef plötuútgef- andi vissi hvað yrði vinsælt þá myndi hann fá einhverja til að koma því á plötu og viðkomandi plötuútgefandi væri orðinn margmilljóneri." - En finnst þér það ekki undar- legt að lag sem þið eruð mjög ánægð með, finnst að vel hafi tekist til við, skuli ekki ná athygli fólksins? „Jú, mér finnst það, og þetta er eigin- lega bara sorglegt. Ég held að allir hljómlistarmenn hafi þessa sögu að segja. Það er búið að leggja mikla vinnu í eitthvert lag og allir eru ánægðir með útkomuna, en lagið heyrist aldrei, þetta er leiðinlegt." Hef mjög gaman af bítlalögunum - Nú hafa gengið yfir ákveðin tímabil í tónlistinni á meðan þinn ferill hefur staðið, t. d. bítlatímabilið fræga. Hefur ekki verið erfitt að að- laga sig þessu hverju sinni? „Nei, ég get ekki sagt það. Við tókum t. d. bítlalögin upp um leið og þau komu, enda hefur alltaf verið reynt að vera með það sem hefur verið vinsælt hverju sinni. Ég hafði mjög gaman af bítlalögunum þá, og enn meira gaman af þeim í dag. Mér finnst þetta yfir höfuð frábær lög.“ - En á hvaða tónlist hlustar þú aðallega, hvað er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég hef mjög gaman af fallegum dægurlögum. Ég hef líka gaman af sumum lögum sem ganga í dag, ég hlusta á vissa tegund af jass og hef gaman af mörgum klassiskum verkum. Annars hlusta ég yfir höfuð ekki mikið á tónlist, ég má hreinlega ekki vera að því eins og er. Ég á mikið af plötum en hlusta yfirleitt ekki mikið á þær nema þegar ég þarf þess vegna æfinga. Þetta á vonandi eftir að breytast." 9 BBI

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.