Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 14

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 14
„Eins óska óg þó annars fremur í þessum heimi,“ sagði hann, „og það er kóngsdóttirin, því að ég varð ástfanginn af henni við fyrstu sýn. En eigi ég að komast heim með undrafuglinn, verð ég víst að vera án hennar." Refurinn gaf honum þá önnur þrjú gullkorn, til þess að hann gæti brottnumið kóngsdótturina. Og í þetta sinn gætti hann þess vel að kyssa hana ekki. Með öðrum þremur gullkornum náði hann undrafuglinum og hélt áleiðis til hallar föður síns. Kóngsdóttirin, sem bráðlega skyldi verða brúður hans, reið við hlið hans á hestinum með gullskeif- urnar, og hann hélt á undrafuglinum í hendinni. Þegar þau komu í skóginn, þar sem hann mætti refnum fyrst, sagði refurinn: „Hér skiljast leiðir. Nú átt þú allt, sem hjarta þitt girnist, og allt fer vel, ef þú gætir þess að kaupa engum lausn, fyrr en þú kemur heim.“ Kóngssonurinn þakkaði refnum alla hjálpina, og lofaði að fara að ráðum hans. Hann hélt heim á leið með kóngsdótturina og undrafuglinn. Bráðlega komu þau að veitingahúsinu, þar sem bræður hans tveir urðu eftir til þess að skemmta sér og spila í stað þess að leita að undrafuglinum. Nú voru þar engin merki gleðskapar. Þar var dimmt og kyrrt, og utan við dyrnar voru tveir gálgar. „Hvað á þetta að tákna?" spurði kóngssonurinn veitingamann- inn. „Þú kemur alveg á réttu augnabliki til þess að sjá tvo kóngssyni hengda vegna mikilla skulda." svaraði maðurinn. „Þeir hafa eytt öllum peningum í drykk og svallmennsku, og nú á að hengja þá samkvæmt lögum, því að enginn vill kaupa þá lausa." Kóngssonurinn skildi, að þetta mundu vera bræður hans og keypti þá því lausa. í fyrstu virtust bræður hans þakklátir vegna þess, að hann hafði bjargað lífi þeirra. En brátt urðu þeir öfundsjúkir, þar sem hann var svo lánsamur. Þeir ráðgerðu því að ná af honum undrafuglinum, kóngsdótturinni og hestinum og segjast sjálfir hafa náð þessum gersemum. Þeir fleygðu kóngssyninum í Ijónagryfju og hótuðu kóngsdóttur að gera út af við hana, ef hún klagaði þá. Þegar þeir komu að höll föður síns, urðu miklir fagnaðarfundir. En konungurinn varð hnugginn, þegar synirnir sögðu, að yngsti bróðir þeirra hefði verið hengdur vegna skulda, þegar hann hefði eytt öllum fjármunum sínum á veitingahúsi. En kóngurinn sá fljótt, að hann mundi ekki hafa neina ánægju af gersemunum. Undrafuglinn söng aldrei, kóngsdóttirin grét stöðugt, og hesturinn var svo trylltur, að enginn komst nærri honum til þess að geta séð gullskeifurnar. Á meðan hitti kóngssonurinn refinn í Ijónagryfjunni. Og Ijónin tóku honum sem vini, í stað þess að rífa hann í sundur. Refurinn var honum ekki reiður, þótt hann hefði óhlýðnast orðum hans. „Synir, sem geta gleymt gömlum, blindum föður og verða sér til skammar með því að fleygja burt peningum sínum á þennan hátt, veigra sér auðvitað ekki heldur við að drepa bróður sinn.“ Hann gaf kóngssyninum góð ráð og sagði: „Nú verð ég að biðja þig einnar bónar. Dragðu sverð þitt úr slíðrum og höggðu af mér höfuðið." „Heldur hegg ég höfuðið af sjálfum mér,“ hrópaði kóngssonur- inn. „Þú ert besti vinur sem ég á.“ „Ef þú ert vinur minn í raun, gerðu þá það sem ég bið þig,“ sagði refurinn. Loks reiddi kóngssonurinn sorgmæddur sverð sitt og uppfyllti ósk refsins. Á samri stundu stóð ungur, fríður maður fyrir framan hann. „Þakka þér fyrir, kóngssonur, að þú hefur bjargað mér úr 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.