Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Síða 23

Æskan - 01.01.1983, Síða 23
Músamæðginin Einhverju sinni bjuggu músamæðgin á fátæku heimili og komust nokkurn veginn af fyrir sig, en ríkisbær var í grennd, og fýsti yngri músina mjög að fara þangað, til þess að kanna ókunna stigu. Hún bað móður sína oft um leyfi til þess, en gamla músin, sem var rosk- in og ráðsett, neitaði henni lengi um það. Loksins gaf hún þó leyfi til farar- innar, ef unga músin kæmi heim aftur að kvöldi. Unga músin lagði nú af stað og kom aftur á ákveðnum tíma, en móðir henn- ar lofaði hana mjög fyrir það, hve hún hefði reynst áreiðanleg. Hún sþurði son sinn, hvernig honum hefði þótt að koma að ríkisheimilinu, en unga músin kvaðst hafa séð þar margt fallegt. Mest hefði sér þótt kveða að ákaflega fal- legu borði og hefði legið stór steik á því miðju. Gamla músin spurði, hvort hann hefði komið nærri því, en unga músin neitaði því. Gamla músin sagði þá, að hún gæti hrósað happi, því að borðið hefði verið fjalaköttur, og skýrði hún nú syni sínum frá veiðibrellu þessari. Unga músin fékk leyfi til þess að fara til ríkisbæjarins í annað skipti, með því móti, að hún kæmi aftur að kvöldi. Hún gerði það, og spurði þá móðir hennar hana, hvað hún hefði séð markverðast. Unga músin kvaðst hafa séð margt Unga músin kvaöst hafa séð fagra jungfrú, og hefði sig langað mjög til þess að kyssa hana. glæsilegt, en fegurst hefði sér þó þótt svolítið vatn og hefði legið svo dæma- laust falleg og nett brú yfir það; sig hefði líka langað ósköp mikið til þess að ganga brúna. Gamla músin spurði, hvort hún hefði gert það, en unga mús- in neitaði því. Gamla músin lét vel yfir stillingu sonar síns og sagði honum, að þetta hefði verið veiðibrella til þess að veiða mýs í, því að svo væri ráð fyrir gjört, að brúin sporðreistist, er mýsnar kæmu út á hana, og þá drukknuðu þær. Unga músin hafði nú sýnt slíka still- ingu og varúð, að hún fékk að fara til ríkisbæjarins í þriðja skipti. Þá er hún kom aftur, spurði móðir hennar hana enn, hvað hún hefði séð. Hún kvaðst hafa séð svo fagurt í þessari ferð, að hún hefði aldrei séð slíkt áður. Gamla músin spurði, hvað það hefði verið. Unga músin kvaðst hafa séð fagra jungfrú í svartri flauelsyfirhöfn, með hvítt brjóst, og hefði sig langað mjög til þess að kyssa hana. Móðir hennar sagði að hún hefði verið lánsöm að gera það ekki, því að þetta hefði verið kötturinn, og skýrði hún nú syni sínum frá grimmd hans og klækjum. Úr þessu er ekki getið um ferðalag ungu músarinnar, en nú var hún orðin miklu reyndari en hún hafði verið áður, svo að henni hefur líklega tekist að forðast allar veiðibrellur úr þessu. (Úr þjóðsögum Ólafs Davíðssonar). - Jú mamma er heima pípulagningamanninum. hún er í baðinu með cK, Loksins gaf hún leyfi til fararinnar, ef unga músin kæmi heim aftur að kvöldi. 23

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.