Æskan - 01.01.1983, Side 25
GOTT RAÐ
Margir eru fæddir
með skíði á fótum
en kunna þá ekki
fjalla- og útivist-
arreglurnar.
Styrkjum Rauða krossinn
Plastpokar
á 3 krónur
teppi. (Nú fást líka víða álpokar
sem hægt er að klæða fólk í). Gefið
honum heitt að drekka - þó ekki
áfengi. Látið hann fara í heitt bað ef
hægt er (40°).
Ef hinn ofkældi er meðvitundar-
laus: Veitið markvissa skyndihjálp
við meðvitundarlausa,“ en um það
fjallar næsta grein okkar í þessu
blaði. (Þessi kafli hér á undan er úr
bókinni Skyndihjálp eftir Uffe Kirk
lækni bls. 41. RKÍ gefur út).
Margir íslendingar hafa dáið á
liðnum öldum vegna ofkælingar,
orðið úti, eins og sagt er. Það get-
um við að nokkru leyti skilið. Þá
voru ekki veðurfregnir í útvarpi og
sjónvarpi, þá þurfti að fara vegi og
vegleysur gangandi eða á hestum,
ár voru óbrúaðar og þá voru ekki til
þau góðu skjólföt sem við höfum nú
á dögum. Nú á tímum má oftast
kenna það fyrirhyggju- eða hugs-
unarleysi ef við búum okkur ekki
nógu vel. Er sorglegt til þess að vita
að fólk lendi í lífshættu af þeim
sökum.
Gætið ykkar á skautum og
skíðum þegar þið eruð orðin
þreytt. Margir fá slæmar byltur
þegar þeir skreppa „bara eina
ferð í viðbót.“
„Einu sinni á hverjum tveimur vik-
um berst okkur hjálparbeiðni utan úr
heimi vegna jarðskjálfta, flóða,
fellibylja, styrjalda og annarra
hörmunga. Jarðskjálftar og eldgos
geta einnig dunið yfir okkur ís-
lendinga."
Svo segir m. a. á veggjspjaldi sem
Rauði krossinn hefur látið útbúa og
mun setja upp í matvöruverslunum
til að minna á nýstárlega aðferð til
að afla félaginu tekna.
í verslunum eru til sölu innkaupa-
pokar úr plasti, merktir Rauða kross-
inum. Hver poki verður seldur á 3
krónur og verður tekjum af sölunni
varið til hjálparstarfa innanlands og
utan.
Til marks um útgjöld Rauða kross-
ins má hafa að árið 1981 keypti fé-
lagið átta nýjar sjúkrabifreiðar sem
kostuðu tæplega 1.6 milljónir króna.
Plastpokar á 3 krónur
25