Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1983, Side 26

Æskan - 01.01.1983, Side 26
**«»<> Lagt af stað í reiðtúr. DANSKIR UNGLINGAR í HEIMSÓKN Þrjátíu danskir unglingar frá Lynby-Tarbek í Kaupmannahöfn dvöldu í þrjá daga á Seyðisfirði upp úr miðjum september sl. Vinabæjatengsl eru milli þessara staða og komu unglingarnir, sem eru 15 ára, í för með skólastjóra og kennurum. „Hér vildi ég eiga heima,“ sagði einn dönsku unglinganna í lok dvalarinnar. Heimsóknin heppnaðist vel í alla staði og brostu veðurguðirn- ir við þeim. Fyrsta dag heimsóknarinnar gengu unglingarnir hringinn í kringum Bjólf og tók gangan fimm klukkustundir. Á öðrum degi var farið á sex trillum til fiskjar. Á þriðja degi var hópnum deilt í reiðtúr og aðrir fóru á skíði upp í Gagnheiði. Dönsku unglingarnir létu mjög vel af dvölinni á Seyðisfirði. TVÍBURAR Eru tvíburar þarna um borð í ferjunni? Þeir eru svo líkir að ekki er hægt að greina hvor er hvor. Getið þið komið auga á þá? FIKT OG AVANI Mörgum hefur orðið hált á því að fikta við að reykja. Hvort heldur hjá börnum, unglingum eða fullorðnu fólki þróast það auðveldlega upp í ávana sem getur með tímanum orðið þrælslega magnaður, þannig að þörfin fyrir nikótín, ávana- bindandi efnið í tóbakinu, segi til sín frá morgni til kvölds. Sumir stórreykingamenn þurfa jafnvel að vakna á nóttunni til að fá sér reyk. — Þessu tvennu, fiktinu og ávananum, er vel lýst í með- fylgjandi myndum sem við fengum úr blaði frá tóbaksvarnaráði ríkisins í Noregi. En örugg ieið til að falla ekki fyrir ávananum er að gefa aldrei höggstað á sér: reykja alls ekki. Takmark FIKT OG AVANI 26

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.