Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1983, Side 35

Æskan - 01.01.1983, Side 35
í UMSJON JENS GUÐMUNDSSONAR Því er auövelt aö svara neitandi. Fjölmennur hópur músíkanta hafnar formúluplötum. Þess í stað láta þeir andagiftina og sköpunargleðina ráða ferðinni. Oft er þá farið út á óplægða akra eða lítt troðnar slóðir. Það eru þessir músíkantar sem bera með réttu nafnið framsækinn tónlist- armaður. Þeir eru hinir sönnu lista- menn músíkurinnar. Það eru þeir sem þróa músíkina. Án þeirra ríkti alger stöðnun í músíkinni. HLJÓMSVEITIN ART BEARS Eitt helsta nafnið í framsækinni popp- tónlist í dag er þýsk-breska rokktríóið ART BEARS Liðsmenn Art Bears eru: þýska söngkonan Dagmar, breski gít- arleikarinn Fred Frith og breski trommuleikarinn Chris Cutler. Sá síðastnefndi er í hópi eftirsóttustu trommuleikara heims. Hann hefur m. a. spilað með: ensk-frönsku djass-rokk- sveitinni Gong; Fílharmóníuhljómsveit Lundúnaborgar; breska popparanum Mike Oldfield (sem gerði lögin „Tubular Bells“ og „5 Miles Out“); bandarísku nýbylgjuhljómsveitinni Residents; bresku pönkhljómsveitinni Work og ný- bylgjusöngvaranum David Thoms (úr rokkhljómsveitinni Pere Ubu). Þá má ekki gleyma því að Chris Cutler sá um trommuleikinn á meistaraverki Lindsay Cooper, „Rags“, en þau Chris og Lindsay voru eitt sinn - ásamt Dag- mar, Fred Frith o. fl. - saman í framúr- stefnurokksveitinni Henry Cow. PÖNKIÐ OG UPPLAUSN STÓRHLJÓMSVEITARINNAR HENRY COW Stofnun Art Bears má rekja til bresku pönk-byltingarinnar 77. Þá hristu Clash og Sex Pistols svo rækilega upp í bresku músíklífi að ekkert varð samt og áður. Allir hlutir voru endurskoðaðir. Stórgrúppan Henry Cow fór ekki varhluta af þessu. Hljómborðsleikarinn Tim Hodgkinson sogaðist inn í hringiðu pönksins og stofnaði pönkhljóm- sveitina WORK. Söngvarinn Peter Blegvad og bassaleikarinn John Greaves stofnuðu hljómsveitina Kew Rhone og fóru að spila framsækinn djass með íslandsvinunum Cörlu Bely Gítarleikari Art Bears' Fred Frith. og Mike Mantler. Blásarinn Lindsay Cooper hellti sér út í spunarokk með hljómsveitinni The Feminist Improvis- ing Group. Eftir sátu þá Dagmar, Fred Frith og Chris Cutler. Þau hrifust öll af hráu og framsæknu nýbylgjurokki hljómsveita á borð við This Heat, Pere Ubu og Residents. Svo það lá beinast við að þau stofnuðu þannig hljómsveit. Sem þau og gerðu. FRAMSÆKNAR ROKKPLÖTUR Þetta má samt ekki skilja á þann veg að Art Bears sé kópía af This Heat, Pere Ubu og Residents. Art Bears er með sinn eigin músíkstíl, sem verður ekki líkt við aðrar hljómsveitir. Art Bears hafa spilað inn á þrjár stór- ar plötur og eina litla. Sú litla er mis- heppnuð en þær stóru eru í einu orði sagt stórkostlegar. Að vísu eru þær leiðinlegar I fyrstu þrjú - fjögur skiptin sem hlustað er á þær. En sé hlustað á þær oftar kemur í Ijós að þær venjast með eindæmum vel. Við getum tekið síðustu plötu Art Bears, „The World As It Is Today“, fyrir sem dæmigerða Art Bears plötu, þótt plöturnar séu langt frá því að vera keimlíkar. MEISTARAVERKIÐ „THE WORLD AS IT IS TODAY“ Fyrstu tvö lög „The World As It Is Today" plötunnar, „The Song Of In- vestment Capital Overseas" og „Truth“ eru falleg og melódísk hljómborðslög. Viðlag fyrrnefnda lagsins er sérstakt fyrir þær sakir að það er byggt upp á aðeins einum tón sem er margendur- tekinn. Þriðja lagið, „Freedome", byrjar jafn melódískt og hin tvö. En fyrr en varir rekur Dagmar upp rokna öskur. Hlustandanum bregður svolítið I fyrstu. Þungt og „fössað" rokk er keyrt undir. Þannig er allur seinni hluti lagsins: ösk- ur og þungt rokk. í fjórða laginu, „Peace“, skiptast á hugljúfir orgelkaflar í sálmastíl og þung- ir rokkhljómar. Þessari plötuhlið lýkur svo á lagi í svokölluðum „fjútjúr" stíl eins og við þekkjum hann frá því þyngsta sem Tan- gerine Dream hafa gert. HLJÓÐFÆRALEIKURINN SPILAÐUR AFTUR Á BAK Hin plötuhliðin er í stærstu dráttum svipuð þeirri fyrri. Helsti munurinn er kannski sá að í næst fyrsta lagi á seinni hliðinni, „Law“, er hljóðfæraleikurinn að stórum hluta spilaður aftur á bak. Það kemur virkilega vel út. Liðsmenn Art Bears útbúa ætíð plötuumslögin, plötumiðana og þess háttar sjálfir. Þar er ekki verið að eltast við duttlunga markaðarins frekar en í sjálfri músíkgerðinni. Umslagið utan um „The World As It Is Today" er t. d. afar Ijótt, svart-hvítt og ósölulegt í alla staði. Það eru engar upplýsingar á því um lögin á plötunni, hljóðfæraskipan liðsmannanna eða annað sem þykir sjálfsagt að sé á bakhlið allra plötuum- slaga. Þess I stað fylgir plötunni pínu- lítill 20 blaðsíðna bæklingur. í honum eru allir textarnir og helstu upplýsingar. VILLANDI UPPLÝSINGAR Annað einkennilegt við plötuna er að hún er spiluð á 45 snúninga hraða þótt hún sé að öllu öðru leyti eins og 33ja snúninga plata. Þessi snúningshraða- brenglun er mjög villandi vegna þess 35

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.