Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Síða 37

Æskan - 01.01.1983, Síða 37
imillHIIHIIIIHHII Hræðsla við myrkur Eftir Dr. G. C. Myers. vera aö hughreysta þaö - við þaö hverfur hræðsla þess ekki. Það verður að reyna að gera það öruggara - og leiðin til þess er að vera hjá þeim í myrkri og segja því fallegar barnasögur og sömuleiðis að láta hurðina á barna- herberginu og stofunni, þar sem fólkið Sum börn fara á vissum aldri allt í einu að hræðast myrkur - þau verða hrædd við að ganga í gegnum dimmt herbergi eða að sofa í myrkri o. s. frv. Stundum er auðvelt að finna ástæð- una fyrir þessari hræðslu barnsins. Eldri börn hafa þá hrætt það, eða full- orðið fólk sagt því i hugsunarleysi sögur um drauga, nornir, villidýr og annað slíkt. En hvers vegna hafa sum börn aðeins ánægju af þessum sögum, en önnur verða hrædd og dreymir illa drauma? Margir myndu svara því á þessa leið: Þau síðarnefndu eru til- finninganæmari og huglausari. En þá vaknar spurningin, hvers vegna eru þau það? Það kemur oft í Ijós, að það er ekki í raun og veru myrkrið, sem þessi börn hræðast, heldur eitthvað annað - en þau geta ekki gert sér það Ijóst sjálf. Kannski eru þau hrædd við að pabbi og mamma fari frá þeim, hrædd við að vera ein eða við að vera hegnt fyrir eitthvert skammarstrik, sem ekki hefur komist upp um þau. Það má orða það svo að hræðslan sé svo „ofarlega í huga barnsins" að það þarf ekki nema lítilræði, svo sem eina Ijóta sögu, til að hún brjótist fram. Lítill drengur, sem átti fráskilda foreldra, var ákaflega myrk- fælinn. Það sem hann hræddist mest í raun og veru var það, að mamma hans færi líka frá honum, eins og pabbi hans hafði gert. Nú eru allir hættir að sýna svona barni hörku og neyða það til að vera eitt í myrkri. En auðvitað á samt ekki að er, standa í hálfa gátt. En það er ekki aðeins á kvöldin og þegar myrkur er sem á að reyna að gera barnið öruggt og óhrætt. Það á að láta barnið finna það allan daginn að ótti þess sé með öllu ástæðulaus. Ef hræðsla þessi hverfur ekki og ef barnið hefur oft illa drauma og gengur í svefni, er ráðlegt að leita læknis. HRÆÐSLA VIÐ MYRKUR VERÐLAUNAGETRAUN HVER FINNUR SMÁRANN? Hún Sigga vinkona okkar hefur verið svo hepp- in að finna fjórblaða smára, þar sem hún var í garðnum heima hjá sér, en þegar hún ætlaði að taka hann fann hún hann hvergi. Getið þið nú hjálpað henni til að finna hann? Smárann munuð þið finna á einhverri blað- síðunni í þessu blaði. Þeir sem verða svo heppnir að finna hann, geta sent blaðinu svör sín fyrir 1. mars. Tilgreinið stað og blaðsíðu, sem þið hafið fundið hann. Fimm bókaverðlaun verða veitt fyrir rétt svör. Skrifið nöfn og heimilisföng greinilega og takið fram aldur ykkar. Utanáskrift er ÆSKAN, Box 14, Reykjavík. (Verðlaunagetraun). 37

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.