Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1983, Side 39

Æskan - 01.01.1983, Side 39
ÍSLEIFUR J konrAðsson , HERÐUBREIÐ , DROTTNING , ÖRÆFANNA > Araldraðra > 1982 l ÍSLAND : 800 > Póst- og símamálastjórnin gaf út 8. september sl. tvö ný frímerki, 800 aura frímerkiö er gefiö út í tilefni af „ári aldr- aöra“, en hitt frímerkiö, 900 aurar, er í frímerkjaseríunni „merkir íslendingar.1' Þröstur Magnússon hefurteiknaö þessi frímerki, sem bæöi eru djúpprentuð í frí- merkjaprentsmiðju frönsku póstþjón- ustunnar. Erannaö marglitt (málverkiö) en hitt brún-hvítt. ÁR ALDRAÐRA 1982. Á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóöanna 1978 var ákveðið aö halda heimsráðstefnu um málefni aldraðra á árinu 1982. Nafni ráðstefnunnar var síðan breytt á Allsherjarþinginu 1980 og ákveðið, að hún skyldi heita heimsráðstefna um öldrun (World Assembly on Aging). í framhaldi af þessari ákvörðun Allsherj- þingsins var þeim tilmælum beint til allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, að sérstök áhersla yrði lögð á málefni aldraðra á árinu 1982, og í hverju landi yrðu skipaðar framkvæmdanefndir til þess að undirbúa þáttöku þeirra í heimsráðstefnunni. - íslensk stjórn- völd urðu við þessum tilmælum, enda hafði ísland á sínum tíma verið með- flytjandi tillögunnar um heimsráð- stefnuna. Öldrunarráð Islands var síð- an stofnað 21. október 1981 og á Al- þingi þá um haustið var samþykkt þingsályktun þess efnis, að árið 1982 skyldi á íslandi helgað málefnum aldr- aðra og er Island eina landið, sem þannig hefur opinberlega tileinkað þetta ár þessum málaflokki. - Á frí- merki því, sem póst- og símamálastofn- unin gefur út í þessu tilefni er mynd af málverki eftir ísleif Konráðsson. Mál- verkið er af fjallinu Herðubreið, drottn- ingu öræfanna. ísleifur Konráðsson fæddist 5. febrúar 1889 að Stað i Stein- grímsfirði en fluttist til Reykjavíkur 1935. Hann starfaði sem sjómaður og verkamaður, en hóf sem kunnugt er ekki að leggja stund á málaralist, fyrr en hann var kominn á efri ár. ísleifur andaðist 9. júní 1972. Þann 8. október voru gefin út tvö ný frímerki, verðgildi þeirra eru 4 kr. og 8 kr. Vegna fyrirhugaðrar norrænnar frí- merkjasýningar, sem haldin verður í Reykjavík dagana 3.-8. júlí 1984, gef- ur Póst- og símamálastofnunin út smá- örk eða „blokk" með tveimur frímerkj- um. Annað frímerkið, að verðgildi 400 aurar, sýnir innsigli Reynistaðar- klausturs og hitt, að verðgildi 800 aurar, sýnir innsigli Þingeyraklausturs. - Frímerkin eru gerð eftir myndum, sem Árni Magnússon lét teikna í byrjun 18. aldar eftir innsiglum, sem fylgdu 15. aldar bréfum, en eru nú ýmist sködduð eða glötuð. Þessi innsigli sækja að öll- um líkindum myndefni í kirkjur klaustr- anna og gefa vísbendingu um bygging- arlag þeirra. Kirkjur og klausturhús hafa að sjálfsögðu verið reist úr timbri, og byggingarlag kirkjunnar á Reynistað minnir talsvert á norska stafkirkju. Myndin virðist sýna turn með útskorn- um drekamyndum. - Innsigli Þingeyra- klausturs sýnir hins vegar dyraum- búnað og beggja vegna dyranna virð- ast vera einhvers konar krossvirki, x- laga, úr timbri. - Heiti innsiglanna á latínu er ritað í hring umhverfis mynd- efnið. - Merki frímerkjasýningarinnar, NORDIA 84, er efst á smáörkinni, og er verð hennar 1800 aurar (18.00 krónur). Mismunur verðgildis frímerkjanna og arkarinnar rennur í sjóð til styrktar sýningunni, en hún verður haldin á veg- um Landssambands íslenskra frímerkja- safnara. - Ákveðin er útgáfa annarrar smáarkar í þessu tilefni á næsta ári og sérstök sýningarörk kemur út við opn- un sýningarinnar í júlí 1984. - Síðar verður tilkynnt um þær útgáfur með vanalegum hætti. - Já, þó ég væri allur af vilja gerður, gæti ég ekki skrifað góð meðmæli með yður. - Það gerir ekkert til, góði læknir, ef þér aðeins skrifið jafn áhrifamikil meðmæli eins og þér skrifið lyf- seðla. 39

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.