Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 39

Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 39
ÍSLEIFUR J konrAðsson , HERÐUBREIÐ , DROTTNING , ÖRÆFANNA > Araldraðra > 1982 l ÍSLAND : 800 > Póst- og símamálastjórnin gaf út 8. september sl. tvö ný frímerki, 800 aura frímerkiö er gefiö út í tilefni af „ári aldr- aöra“, en hitt frímerkiö, 900 aurar, er í frímerkjaseríunni „merkir íslendingar.1' Þröstur Magnússon hefurteiknaö þessi frímerki, sem bæöi eru djúpprentuð í frí- merkjaprentsmiðju frönsku póstþjón- ustunnar. Erannaö marglitt (málverkiö) en hitt brún-hvítt. ÁR ALDRAÐRA 1982. Á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóöanna 1978 var ákveðið aö halda heimsráðstefnu um málefni aldraðra á árinu 1982. Nafni ráðstefnunnar var síðan breytt á Allsherjarþinginu 1980 og ákveðið, að hún skyldi heita heimsráðstefna um öldrun (World Assembly on Aging). í framhaldi af þessari ákvörðun Allsherj- þingsins var þeim tilmælum beint til allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, að sérstök áhersla yrði lögð á málefni aldraðra á árinu 1982, og í hverju landi yrðu skipaðar framkvæmdanefndir til þess að undirbúa þáttöku þeirra í heimsráðstefnunni. - íslensk stjórn- völd urðu við þessum tilmælum, enda hafði ísland á sínum tíma verið með- flytjandi tillögunnar um heimsráð- stefnuna. Öldrunarráð Islands var síð- an stofnað 21. október 1981 og á Al- þingi þá um haustið var samþykkt þingsályktun þess efnis, að árið 1982 skyldi á íslandi helgað málefnum aldr- aðra og er Island eina landið, sem þannig hefur opinberlega tileinkað þetta ár þessum málaflokki. - Á frí- merki því, sem póst- og símamálastofn- unin gefur út í þessu tilefni er mynd af málverki eftir ísleif Konráðsson. Mál- verkið er af fjallinu Herðubreið, drottn- ingu öræfanna. ísleifur Konráðsson fæddist 5. febrúar 1889 að Stað i Stein- grímsfirði en fluttist til Reykjavíkur 1935. Hann starfaði sem sjómaður og verkamaður, en hóf sem kunnugt er ekki að leggja stund á málaralist, fyrr en hann var kominn á efri ár. ísleifur andaðist 9. júní 1972. Þann 8. október voru gefin út tvö ný frímerki, verðgildi þeirra eru 4 kr. og 8 kr. Vegna fyrirhugaðrar norrænnar frí- merkjasýningar, sem haldin verður í Reykjavík dagana 3.-8. júlí 1984, gef- ur Póst- og símamálastofnunin út smá- örk eða „blokk" með tveimur frímerkj- um. Annað frímerkið, að verðgildi 400 aurar, sýnir innsigli Reynistaðar- klausturs og hitt, að verðgildi 800 aurar, sýnir innsigli Þingeyraklausturs. - Frímerkin eru gerð eftir myndum, sem Árni Magnússon lét teikna í byrjun 18. aldar eftir innsiglum, sem fylgdu 15. aldar bréfum, en eru nú ýmist sködduð eða glötuð. Þessi innsigli sækja að öll- um líkindum myndefni í kirkjur klaustr- anna og gefa vísbendingu um bygging- arlag þeirra. Kirkjur og klausturhús hafa að sjálfsögðu verið reist úr timbri, og byggingarlag kirkjunnar á Reynistað minnir talsvert á norska stafkirkju. Myndin virðist sýna turn með útskorn- um drekamyndum. - Innsigli Þingeyra- klausturs sýnir hins vegar dyraum- búnað og beggja vegna dyranna virð- ast vera einhvers konar krossvirki, x- laga, úr timbri. - Heiti innsiglanna á latínu er ritað í hring umhverfis mynd- efnið. - Merki frímerkjasýningarinnar, NORDIA 84, er efst á smáörkinni, og er verð hennar 1800 aurar (18.00 krónur). Mismunur verðgildis frímerkjanna og arkarinnar rennur í sjóð til styrktar sýningunni, en hún verður haldin á veg- um Landssambands íslenskra frímerkja- safnara. - Ákveðin er útgáfa annarrar smáarkar í þessu tilefni á næsta ári og sérstök sýningarörk kemur út við opn- un sýningarinnar í júlí 1984. - Síðar verður tilkynnt um þær útgáfur með vanalegum hætti. - Já, þó ég væri allur af vilja gerður, gæti ég ekki skrifað góð meðmæli með yður. - Það gerir ekkert til, góði læknir, ef þér aðeins skrifið jafn áhrifamikil meðmæli eins og þér skrifið lyf- seðla. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.