Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1983, Side 43

Æskan - 01.01.1983, Side 43
Appelsínu- og sítrónutré eru upp- runnin í Kína. Seinna fluttust þau víða um heim og plantað þar, sem vaxtar- skilyrði þeirra voru góð. Hér á landi fáum við appelsínur víða að, en mest þó frá Ítalíu, Spáni, Israel og Ameríku. Appelsínutrén bera mikinn ávöxt. Upp- skeran getur skipt þúsundum appel- sína á einu tré ár hvert. Það er líkt með appelsínurnar og bananana, að þegar þeim er pakkað niðurtil útflutnings, eru þær ekki fullþroskaðar, eru grænar á lit, því að ef þær væru settar fullþroskaðar í kassana, myndu þær fljótt skemmast og klessast saman. Þegar þær hafa verið geymdar um stund í geymsluhús- unum eftir uppskipun, þá fá þær fljótt sinn fagra sólgula lit og eru settar á markaðinn. Það er til fjöldi tegunda af appelsínum, sumar eru súrar og aðrar sætar. Ljúffengust mun þó talin ein teg- undin, sem algengust er í Kína, en það eru mandarínur. Einstöku sinnum sjáum við þær hér í verslunum í sinni upprunalegu mynd, en svo eru þær mikið fluttar út sem niðursuðuvara, þá eru þær sykraðar og skornar niður í smábita í dósirnar. Þær eru ákaflega góðar. Áður fyrr voru appelsínur kall- aðar eplin frá Kína. Appelsínur eða glóaldin eins og við köllum þær líka, eru mjög mikið notaðar til matar, einkum hráar, og stafar það meðal annars af því, hversu Ijúffengar þær eru og hve mikið þær innihalda af vítamínum, einkum C-vítamíni. Teljast þær meðal vítamínríkustu fæðuteg- unda sem til eru. Appelsínur eru einnig mikið notaðar til framleiðslu á appel- sínusafa og appelsínumauki. Fjöldi manns þjáist af því sem nefnt er ofnæmi fyrir ýmsu í umhverfi sínu, sem þeir þola ekki og veldur því sjúk- leika. Einn þeirra er heymæði, sem venjulega er árstíðabundin, því hún orsakast af blómsturryki. Það er kunnugt að býflugur bera fræ milli blóma, en megnið af blómfræjum berst með loftvindum. Það eru aðallega þrjár plöntutegundir sem valda hey- mæði og gefa frá sér fræryk á mismun- andi árstíma. Trjágróður í apríl og mal, ýmsar grastegundir í maí og júlí, en ill- gresi og ýmsar blómajurtir í ágúst, sept- ember og fram í október. Þar sem ýmsar plöntutegundir gefa frá sér um 100.000 frækorn er ekki óeðlilegt, þó stundum sé mikið fræryk í loftinu umhverfis okkur, þó að við verð- um þess ekki vör. En fólk sem hefur ofnæmi fyrir slíku á þá í vök að verjast, og verður sjúkt á ýmsan hátt. Viða um lönd eru nú gerðar skipu- legar „frætalningar" og niðurstöður þeirra birtar í dagblöðum, svo að fólk með ofnæmi fyrir slíku geti jafnvel flutt sig í annað umhverfi, þar til loftið er orðið „hreint" aftur. Mælingar þessar eru mjög einfaldar. Glerplötur smurðar feiti eru settar láréttar út undir bert loft, venjulega dægurlangt. Síðan eru fræ- kornin sem hafa sest á þær, talin með smásjá. Veðurlag hefur talsverð áhrif á, hve mikið er um fræryk í loftinu. Ef sum- armánuðir eru vætusamir vaxa plöntur og blóm betur og eru frjósöm. Ef sum- armánuðir eru þurrir er frævöxtur hins vegartregari. Sólskin eykurfrævöxtinn, en væta hefur hamlandi áhrif. Ef rignir fyrir hádegi dregur það úr fræryki síðari hluta dags. Nafnið er upprunnið í Englandi, þar sem læknir nokkur skrifaði 1812 rit- gerð um þennan sjúkdóm. Hann hafði veitt því athygli að sjúkdómurinn var mjög tíður hjá fólki við heystörfin á haustin og nefndi hann því einfaldlega 43

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.