Æskan - 01.01.1983, Síða 48
Nokkur forpaldardýr
sem liðin eru undir lok
1. Cephalaspis Þessi einkennilegi
fiskur var uppi fyrir nær 300 milljónum
ára. Hann hafðist aðallega við í árós-
um, en gekk þó upp í ár og vötn. Hann
var um 4-18 þumlungar á lengd og
hafði beinkraga á höfði.
2. Plesiosaurus. Þetta var risaeðla,
sem hafðist við í vatni á jura- og krítar-
tímabilunum, eða fyrir 60-115 milljón-
um ára. Nokkrar tegundir af henni eru
kunnar, og er stærðin frá 3-30 fet. Hún
var með bægsli og á stærstu tegundun-
um voru þau allt að 6 feta löng. Hún
synti mjög hratt og var snör í snúning-
um. - Sumir halda að hið nafntogaða
skrímsli í Loch Ness sé afkomandi
hennar.
3. Ichthyosaurus eða fiskeðlan,
var einkennileg skepna. Hún hafði vöxt
sem fiskur, en fram úr hausnum stóð
langt nef, líkast fuglsnefi. Hún var með
sporð, en auk þess fjóra hreifa líkt og
selur. Augun voru stór og umhverfis
þau var beinhringur þeim til hlífðar. Hún
át allt sem að kjafti kom. Sennilega
hefir hún hafst við víða í höfum og var
mismunandi að stærð, minnstu tegund-
irnar um 2 fet á lengd, en þær stærstu
um 40 fet. Að öllum líkindum hefur hún
fætt lifandi afkvæmi.
4. Mammút. Heimkynni hans voru á
norðurhveli jarðar, og hann var kafloð-
inn. Sumir hafa kallað hann „Dýrakon-
ung ísaldar", en hann mun þó ekki hafa
verið stærri en indverski fíllinn sem
honum er skyldastur.
5. Tígrisdýrið „Saxtanni“. Kunn-
ugt er að dýr þetta hefur verið uppi á
Miocene-öld og fram á Pleistocene-öld
(fyrir 28-1 milljón árum). Það var á
stærð við Ijón. í efra skolti hafði það
tvær ógurlegar vigtennur, 7 þumlunga
langar, og af þeim dregur það nafn.
Kjálkar voru þannig, að það gat glennt
ginið nóg til þess að hafa full not af
þessum tönnum. Þetta var eitthvert
ógurlegasta rándýrið, sem uppi var á
þeim tíma, en það er þó ekki réttnefni
að kalla það tígrisdýr.
6. Moa-fuglinn var á Nýja-Sjálandi
og er skammt síðan hann varð al-
dauða. Maori-menn útrýmdu honum og
menn ætla að það hafi verið skömmu
áður en Cook kom til Nýja-Sjálands
1769. Fuglar þessir höfðu enga vængi
og gátu því ekki flogið, fremur en strút-
urinn. Þeir voru skrokkmeiri og stærri
en strútarnir, oft 11 fet á hæð.
7. Dodo-fuglinn. Hann var á eynni
Mauritius. Portúgalir fundu eyna árið
1505 og var hún þá óbyggð og hafði
aldrei nokkur maður átt þar heima. Ekki
námu Portúgalir eyna, en Hollendingar
settust þar að 1598. Og um einni öld
síðar höfðu menn algjörlega útrýmt
Dodo-fuglunum, enda voru þeir ófleyg-
ir, en þóttu ágætir til átu og mikið búsílag
í þeim.
8. Dipiodocus. Þetta var ein af risa-
eðlunum og gat orðið 90 fet á lengd og
16 fet á hæð. Hún var grasæta og hafð-
ist við í flóum og vötnum, þar sem mikill
vatnagróður var. Þungt hefur hún stigið
til jarðar, því að hún vó um 30 lestir.
Höfuðið var lítið og tennur smáar. Ein-
kennilegt var það, að nasaborurnar
voru ofan á höfuðskelinni.
9. Triceratops. Þessi skepna var
uppi á ofanverðri krítaröld og var jurta-
æta, þótt hún væri all-vígaleg ásýnd-
um. Hún var um 25 fet á lengd og 19 fet
á hæð. Hausinn var 6 feta langur og á
honum voru þrjú geysimikil horn, eitt á
trjónunni og svo sitt yfir hvoru auga.
Aftan á hausnum var gríðarmikill horn-
kambur, og trjónan var úr horni.
10. Tyrannosaurus. Leifar af þess-
ari risaeðlu hafa fundist í jarðlögum frá
jura-timabilinu í Bandaríkjunum. Hún
var hið grimmasta rándýr og lifði aðal-
lega á þeim eðlum, sem voru grasbítar.
Lengd hennar var um 47 fet frá tranti
aftur á halabrodd. Hún gekk á afturfót-
unum, því að framfætur voru mjög litlir,
en á þeim voru þó voldugar klær.
48