Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 6
Þessi saga gerðist í barnaskóla í
smáborg í Bandaríkjum Norður-
Ameríku, þar sem börnin voru af
mörgum þjóðernum.
Skólinn var afskekktur og börnin
komu hvaðanæva úr nágrenn-
inu, sum barnanna voru svört, önn-
ur hvít, þá japönsk, kínversk og af
mörgum þjóðabrotum.
í þessum bekk skólans sem
þessi frásögn er af voru börn 9-10
ára og nokkur eldri.
Kennari þeirra var fullorðinn, einn
hinna hljóðu manna sem lifa lífi
sínu hljóðir og einir í hógværð og
nægjusemi.
Hann hafði aldrei kvænst, vel
getur hafa valdið fátækt meðan
hann var yngri - en síðar hafi hon-
um fundist of seint að stofna heim-
ili.
Hlutverk hans var að fræða börn-
in um byrjendaatriði námsgrein-
anna sem oft var vanþakklátt starf
og bar lítinn ávöxt, hann var sáttur
við hlutskipti sitt eins og þeir menn
sem fullorðinsárin færa þolinmæði
og göfgi.
Það var áliðið hausts, náttúran
hafði skilað jörðinni skrúði sínu,
hausti var að halla.
Kennarinn stóð við gamla kenn-
araborðið sitt sem var merkt af tím-
ans tönn og börnin sátu við borð og
biðu kennslustundar. Hann hélt á
pappírsörkum í höndum sínum sem
voru merktir af tímans tönn, það var
frásögn sem hann hafði samið á
löngum tíma en aldrei komið í verk
að fullklára fyrr en nú.
Hann hafði aldrei afrekað neitt
sem talið er til dáða, aldrei skrifað
neitt sem talist gæti til heiðurs eða
sigurs - aldrei staðið í broddi fylk-
ingar, aldrei setið í fremstu sætum
neinna samfunda né verið hylltur
fyrir nein störf, en ávallt valið sér
öftustu sætin á mannfundum.
Hann leit nú yfir hóp barnanna
og mælti. „í dag ætla ég að lesa
fyrir ykkur sögu sem ég hef samið
6