Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 57
draumi. Ég get ekki synt næstum
því eins hratt og áður.
En ég læt fötlunina ekki stöðva
mig. Ég ætla að reyna að stunda
íþróttir eins lengi og ég get. íþróttir
hafa góð áhrif á mig og örugglega á
ykkur líka, þessvegna ráðlegg ég
ykkur öllum að stunda íþróttir eftir
þestu getu. Sonja Gylfadóttir 6-D
Breiðholtsskóla.
Ég hef mjög gaman af íþróttum.
Á sumrin æfi ég fótbolta og frjálsar
íþróttir, en á veturna stunda ég
handbolta og badminton, en það er
sú íþrótt sem ég stunda hvað mest
og finnst skemmtilegust.
Ég æfi badminton venjulega 3-4
sinnum í viku og stundum keppi ég
um helgar. Ég hef tvo þjálfara, ann-
an íslenskan en hinn kínverskan.
Badminton er íþrótt sem maður
þarf að þjálfa dálítið lengi áður en
maður verður góður spilari. En svo
getur maður stundað hana langt
fram eftir aldri, jafnvel frá 6 ára til
sjötugs, ef maður er heilsu-
hraustur. Þetta er meira en hægt er
að segja um margar aðrar greinar
íþrótta, sérstaklega keppnisíþróttir.
Badminton er mjög vinsæl
íþróttagrein víða erlendis t.d. á hin-
um Norðurlöndunum, en íþrótta-
menn þeirra standa mjög framar-
lega í heiminum í þessari íþrótta-
grein, sérstaklega Danir, sem eru
bestir ásamt Kínverjum, Indónes-
um og Englendingum.
Það mætti gera meira af því að
kynna og kenna badminton í
skólum.
Það sem þarf til að spila badmin-
ton er: spaði, kúla, venjuleg íþrótta-
föt og strigaskór. Ýmist keppa
menn einn og einn (einliðaleikur),
tveir og tveir af sama kyni (tvíliða-
leikur) eða tvö og tvö (tvenndar-
leikur). Farið er eftir vissum reglum
og ekki má gleyma keppnisskap-
inu. Badminton er gott fyrir flesta
ekki síst þá sem sitja mikiö kyrrir.
Það er gott bæði fyrir sál og líkama.
Njáll Eysteinsson, 6-D
Breiðholtsskóla.
Það getur verið erfitt fyrir lítið
fólk að bíða eftir jólunum. Og
þegar jólin eru loksins komin og
allir pakkar hafa verið opnaðir
getur tíminn líka verið lengi að
líða því fullorðna fólkið bannar
öll ærsl á aðfangadagskvöld. Til
þess að stytta tímann getur verið
ágætt að fara í „skuggamynda-
leik“. Hann er hávaðalaus og
pherson, sem ég skal láta yður fá
með afslaetti...
hægt að leika hann hvar sem er.
Allt og sumt sem til þarf er gott
Ijós, tvær hendur og fjörugt
ímyndunarafl. Hér birtum við
teikningar af nokkrum skugga-
myndum sem gerðar eru með
höndunum. Þegar þær þrýtur er
um að gera að láta ímyndunar-
aflið ráða.
— Jæja, og hvar er þá hann Sören
litli?
57