Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 16

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 16
Æskan og framtíðin Hluti af erindi Sveins Elíassonar flutt í Akraneskirkju þ. 6.3. 1983 á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar í ræðu og riti er stundum gefið í skyn hve æska íslands sé á miklum villigötum. Þó er þetta ekki einhlítt. Það má auðvitað margt að æsk- unni finna og kemur fáum á óvart þótt það sé gert, því slíkt hefir verið venja frá fyrstu tíð. Mér finnst samt óþarfi að kenna eingöngu æsku- fólki um hvernig komið er. Frekar ætti að gera gangskör að því að kanna, hvort þetta álit manna hafi við rök að styðjast, og reyna þá um leiö að komast að í hverju bölið sé fólgið, sé virkilega um glataða æsku að ræöa. Það er staðreynd að mannkynið er alltaf á framfaraskeiði, eða svo hefir manni verið kennt frá bernsku og menn óska þess áreiðanlega af heilum hug, að framfarirnar verði sem mestar samfara andlegum þroska, til heilla fyrir land og lýð. Margt getur valdið því að yngri sem eldri lendi á villigötum, sem svo er nefnt, og þarf ekki annað en skort á góðu uppeldi til þess að menn villist af leið og finni ekki þá hamingju sem lífið hefir upp á að bjóða. Það mun vera nokkuð til í því að uppalendur hafi látið glepjast af tímanlegum lífsþægindum og geng- ið of langt í „lífsgæðakapphlaup- inu“ og því ekki staðið sem skyldi vörð um hin andlegu verðmæti lífs- ins og þar af leiðandi ekki borið gæfu til þess að gefa hinum yngri nógu gott fordæmi. Þegar æskan leitar sér að lífs- starfi, ætti hún að minnast þess, að starfslöngunin er nauðsynleg til þess að komast áfram í lífinu. Vinn- an eflir vöðvana og herðir líkam- ann, skerpir hugsunina og ýtir undir hugvitið. Hún kveikir karlmennsku- lund í samkeppni lífsins. Það er alltaf mikill vandi að velja sér lífsstarf, fyrst og fremst þarf að hafa áhuga á starfinu. Gott starf gefur lífinu gildi. Reglusemi og áreiðanleiki efla skapgerðina, en það þarf líka vilja og áræði til þess að takast á við lífið og tilveruna. Viljanum þarf að beita við dagleg störf, eigi þau að bera árangur. „Ef viljinn veiklast mun manngildið þverra", segir máltækið. Góðar og göfgandi skemmtanir eru nauðsynlegar fyrir alla, jafnt unga sem gamla. Þær mættu gjarna vera fleiri því þær fánýtu leiða menn oft afvega. Fyrr en varir getur drykkjuskapur og allskonar óregla náð tökum á ungmennum og hrundið þeim út á hálan ís. Uppspretta gleðinnar kemur frá hjartanu. Sagt hefir verið um vest- rænar þjóðir, að þær skorti hvað mest sálarrósemi, að hafa vald á huganum, að útiloka truflandi hugs- anir og að gera sálina að spegli sannleikans. Á tímum erfiðleika, óreglu og yfirgangs er mikils vert að kunna fótum sínum forráð. Það er svo mikill þrýstingur á sumum sviðum mannlegs lífs og freistingarnar blasa hvarvetna við. Víst er vandi að vera ungur í dag. Það mætti segja mér, að það hafi aldrei verið erfiðara. Vonandi tekst sem flestum að finna leiðir til þess að komast hjá því að falla nið- ur í djúp örvilnunar. Reynum þess vegna að mæta örlögunum með reisn og þolgæði. Spakmælið: „Þá neyðin er stærst, er hjálpin næst“, er alltaf í fullu gildi. Hvað vill æskan? Hún vill lifa og starfa í sátt og samlyndi við sem flesta. Þess vegna ættu menn að taka tillit til hennar í stað þess að álasa henni. Við vitum að hægt er að eyða kröftunum í svo margt, en hið eina sem borgar sig er að rækta með sér góðleika og vinarþel. Alls staðar eru sálir að leita ástúðar og vináttu en gestgjafi þeirra er gott að vera. Sé æskustarfið í þeim anda, er hamingjan ekki langt undan. Margir eru þeir, sem setja sér göfugt markmið í lífinu, en tekst því miður misjafnlega að ná því. Hug- sjónir æskunnar eru oft fljótar að daprast, þess vegna villast svo margir af leið. Æskuhugsjónin á samt alltaf að vera göfug og háleit. Minnumst þess sem skáldið kvað: Hvorki lán né hryggðarhagur heitir takmark lífs um skeið heldur það, að hver einn dagur hrífi oss lengra fram á leið. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.