Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 84
( HLAUPADROTTNINGIN SÍUNGA J
Frjálsíþróttakonan snjalla Unnur
Stefánsdóttir frá Umf. Samhygð,
Gaulverjabæjarhreppi, þessi sí-
unga hlaupadrottning, er enn í fullu
fjöri og keppir á frjálsíþróttamótum
eins og ung væri.
Unnur byrjaði ung að keppa fyrir
sitt félag, bæði í héraðsmótum og
innanfélagskeppni, og síðar á lands-
mótum UMFÍ.
í dag er Unnur tveggja barna
móðir og æfir og keppir af fullum
krafti og lætur hvergi á sjá, kannski
aldrei verið betri.
Hún var valin í frjálsíþróttalands-
lið íslands á síðastliðnu vori, þá
varð hún stigahæst kvenna ásamt
Birgittu Guðjónsdóttur á héraðs-
móti HSK á síðastliðnu sumri, hlaut
18 stig, svo eitthvað sé nefnt af
hennar góðu frammistöðu.
Um árangur hennar á héraðs-
mótum er það að segja, að hún
sigraði í 200 m á 27,2 sek., 400 m á
62,5 sek. og 800 m á 2:23,3 mín.
og var í boðhlaupssveit Umf. Sam-
hygðar.
Það er vissulega ánægjulegt
þegar svona hlutir gerast, ung kona
með heimili og börn getur staðið í
fremstu röð sem afrekskona í íþrótt-
um.
Hún sannar það, að viljinn er allt
sem þarf (eins og maðurinn sagði
forðum) svo vel hefur henni tekist til
á hlaupabrautinni.
B.G.
Unnur Stefánsdóttir.
SKÓLAHLJÓMSVEIT KÓPAVOGS
Skólahljómsveit Kópavogs var
stofnuð árið 1967. Hún hefur því
verið starfandi í 17 ár. Hljómsveitin
er í rauninni þrjár. Það er yngri deild
og eldri deild og svo Hornaflokkur
Kópavogs, sem spilar með eldri
deildinni. ( yngri deild eru börn frá
10 ára til 13 ára. í henni eru um 40
börn. Þegar vistinni þar lýkur tekur
eldri deildin við, um 30 manns 13
ára og upp úr. Þeir elstu fara svo í
hornaflokkinn og starfa að hluta til
sjálfstætt. Sex skólar standa að
Skólahljómsveit Kópavogs, Kárs-
nesskóli, Kópavogsskóli, Digranes-
skóli, Snælandsskóli, Víghólaskóli
og Þinghólaskóli.
Næsta sumar mun hljómsveitin
fara til Svíþjóðar í boði Norrköping í
tilefni af 600 ára afmæli bæjarins,
en Norrköping er vinabær Kópa-
vogs. Hljómsveitarstjóri hefur frá
upphafi verið Björn Guðjónsson.
84