Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 47

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 47
yMyMyyyMyyyyyyyuyyyisa0is@issiiSass0@ss c KETTLINGURINN HENNAR ELLU LITLU ) Þaö var dag nokkurn um jólaleytið, aö krakkarnir urðu aö vera inni og leika sér, því veðrið var svo vont. Pabbi þeirra átti frí þennan dag, hann náði sér því I smásögubók og fór að lesa fyrir þau. Þetta er nú sagan, sem pabbi las: Ella litla hafði eignast lítinn grábrönd- óttan kettling. Hún lék sér við hann á hverjum degi, og það var stundum ofsalegt fjör. En litli Kisi var gjörsneydd- ur öllu hreinlæti. Hann bæði kúkaði og pissaði á gólfið, og það er nú ekki eins og það á að vera. Hann varð að læra að biðja um að fara út til að gera þarfir sínar. Því var það, að hann var tekinn á kvöldin og látinn út í geymslu. Hún var það opin, að hann gat komist út. Þetta þótti Kisa litla slæmt. Hann vildi vera inni í hlýjunni. Svo var það eina nóttina þegar Ella litla, mamma hennar og pabbi voru steinsofandi, að það tók ein- hver að krafsa á gluggarúðuna. Pabbi fór fram úr rúminu og gáði, hvað þetta gæti nú verið. Og hver haldið þið að það hafi verið annar en Kisi litli, sem stóð uppi á skaflinum við gluggann og teygði sig upp í rúðuna og mjálmaði svo vesæld- arlega. Það var eins og hann væri að biðja um að lofa sér nú að koma inn í hlýjuna. Þá opnaði pabbi gluggann og tók litla vesalinginn, og svo gaf honum volga mjólk að drekka. Nú fóru þau að hugsa um, að auðvit- að væri Kisa kalt, þó hann væri I hlýja feldinum sínum, og svo gæti hugsast að Rebbi gamli gæti komið og stolið honum. Hann var nú ekkert að víla það fyrir sér hann Rebbi þó hann krækti sér í einn lítinn kettling. Kisi litli var heppinn, að þeim skyldi detta þetta í hug, þetta með Rebba, því nú var hann látinn vera inni á hverri nóttu. Hann er búinn að læra að passa sig og hættur að gera á gólfið. Á aðfangadagskvöldið lágu tveir pakkar til Kisa litla undir jólatrénu. ( öðrum pakkanum var lítill fallegur bolti til að leika sér að, en í hinum pakkan- um, sem var nokkuð stór, var fínt teppi, sem Ella og mamma hennar höfðu búið til. Þetta teppi átti Kisi litli að hafa í körfunni sinni, sem nú var látin vera í þvottaherberginu. Þar var líka ofn, svo það var engin hætta á því að Kisa litla yrði kalt. NÝTT DAGHEIMILi Fyrstu skóflustungurnar að nýju í MOSFELLSSVEIT dagheimili í Mosfellssveit voru teknar 21. sept. sl. Mikiliar eftirvæntingar og gleði gætti við athöfnina, enda var hún sérstök fyrir þær sakir að skóflu- stungurnar voru teknar af hópi barna af dagheimilinu Hlaðhömrum í ná- grenninu, en meiningin er að hið nýja dagheimili leysi hið gamla af hólmi. Voru börnin vel vopnuð til verksins, allir búnir að fá nýjar skóflur, og mok- aði því hver sem mest hann gat. Áætlaður kostnaður við byggingu dagheimilisins er á bilinu 12-14 millj- ónir króna, og standa vonir til að hægt verði að taka það í notkun eftir tvö ár. Ekki verður þó unnið nema fyrir tæpa milljón króna á þessu ári, og dugir sú upphæð fyrir grunnsökkli og plötu. Reiknað er með að annar áfangi verks- ins verði boðinn út fljótlega á næsta ári. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.