Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 60

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 60
Nú virðast bækur um popp- músík vera komnar í tísku. Ný- verið sendi bókaútgáfan Fjölvi frá sér Rokkbókina. Hún er þýdd úr engilsaxneskri tungu yfir á ís- lensku. Reyndar fer ekki mikið fyrir texta í bókinni, en myndirn- ar eru þeim mun fleiri. Þá hefur lllugi Jökulsson lokið við að skrifa bók um Stuðmenn. Sú bók mun líklega fylgja næstu plötu Stuðmanna. Um Stuðmenn er einnig fjallað í bók sem Æskan hefur sent frá sér, Poppbókin — í fyrsta sæti. Það er bókstaflega sagt frá öilum helstu poppstjörnum landsins í bókinni. Saga poppsins er rakin frá því Hljómar byrjuðu. Söngtextagerð Megasar, Bubba o.fl. er skoðuð. Allra helstu platna í poppinu er getið. Popp- sérfræðingar velja bestu ís- lensku poppplöturnar. Öll hljóðritunarver í landinu eru talin upp og hljómplötuútgefendur. Sagt er frá stéttarfélögum músikanta og textahöfunda. í Poppbókinni - í fyrsta sæti eru jafnframt viðtöl við allar vin- sælustu poppstjörnur landsins, s.s Bubba, Ragnhildi, Egil Ólafs- son o.fl. Magnús Eiríksson segir frá kúnstinni að semja góð lög. Árni Daníel lýsir aðstöðu plötu- gagnrýnandans. Ásmundur Jónsson varpar Ijósi á viðhorf plötuútgefandans og Vilhjálmur Guðjónsson útskýrir hinar ýmsu stefnur poppmúsíkurinnar. Margt fleira kemur fram í Poppbókinni — í fyrsta sæti. Hún ætti því að gleðja alla unnendur poppmúsíkur, hvort sem þeir vilja fræðast eða lesa sér til skemmtunar. POPPGETRAUN □ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ í tilefni jólahátíðarinnar ætlum við að bregða á leik. Við leggjum fyrir ykkur 5 spurningar. Hverri þeirra fylgja þrjú svör. Aðeins eitt þeirra er rétt. Þið eigið að merkja við það. Sendið síðan réttu svörin til: Æskan „Poppgetraun" Pósthólf 14 Reykjavík Nauðsynlegt er að nafn ykkar og heimilisfang fylgi með. Ætlunin er nefnilega að draga úr réttum lausnum. Þrír heppnir sendendur fá Poppbókina — í fyrsta sæti í verð- laun. Skilafrestur er til 30. janúar. í UMSJON JENS GUÐMUNDSSONAR 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.