Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 60
Nú virðast bækur um popp-
músík vera komnar í tísku. Ný-
verið sendi bókaútgáfan Fjölvi
frá sér Rokkbókina. Hún er þýdd
úr engilsaxneskri tungu yfir á ís-
lensku. Reyndar fer ekki mikið
fyrir texta í bókinni, en myndirn-
ar eru þeim mun fleiri.
Þá hefur lllugi Jökulsson lokið
við að skrifa bók um Stuðmenn.
Sú bók mun líklega fylgja næstu
plötu Stuðmanna.
Um Stuðmenn er einnig fjallað
í bók sem Æskan hefur sent frá
sér, Poppbókin — í fyrsta sæti.
Það er bókstaflega sagt frá öilum
helstu poppstjörnum landsins í
bókinni. Saga poppsins er rakin
frá því Hljómar byrjuðu.
Söngtextagerð Megasar, Bubba
o.fl. er skoðuð. Allra helstu
platna í poppinu er getið. Popp-
sérfræðingar velja bestu ís-
lensku poppplöturnar. Öll
hljóðritunarver í landinu eru talin
upp og hljómplötuútgefendur.
Sagt er frá stéttarfélögum
músikanta og textahöfunda.
í Poppbókinni - í fyrsta sæti
eru jafnframt viðtöl við allar vin-
sælustu poppstjörnur landsins,
s.s Bubba, Ragnhildi, Egil Ólafs-
son o.fl. Magnús Eiríksson segir
frá kúnstinni að semja góð lög.
Árni Daníel lýsir aðstöðu plötu-
gagnrýnandans. Ásmundur
Jónsson varpar Ijósi á viðhorf
plötuútgefandans og Vilhjálmur
Guðjónsson útskýrir hinar ýmsu
stefnur poppmúsíkurinnar.
Margt fleira kemur fram í
Poppbókinni — í fyrsta sæti. Hún
ætti því að gleðja alla unnendur
poppmúsíkur, hvort sem þeir
vilja fræðast eða lesa sér til
skemmtunar.
POPPGETRAUN
□ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
í tilefni jólahátíðarinnar ætlum við
að bregða á leik. Við leggjum fyrir
ykkur 5 spurningar. Hverri þeirra
fylgja þrjú svör. Aðeins eitt þeirra er
rétt. Þið eigið að merkja við það.
Sendið síðan réttu svörin til:
Æskan
„Poppgetraun"
Pósthólf 14
Reykjavík
Nauðsynlegt er að nafn ykkar og
heimilisfang fylgi með. Ætlunin er
nefnilega að draga úr réttum
lausnum. Þrír heppnir sendendur fá
Poppbókina — í fyrsta sæti í verð-
laun. Skilafrestur er til 30. janúar.
í UMSJON JENS GUÐMUNDSSONAR
60