Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 26

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 26
Haukur Matthíasson: GULLRSKARNIR Þaö var alveg logn og snjókornin svifu hljóðlaust niður. Allt var kyrrt. Það var undarlega mikil ró yfir öllu. Krakkarnir lágu á hnjánum í sparifötunum sínum og studdu olnbogunum í gluggakistuna. Þau voru dálítið föl af spenningi, allt var svo hátíðlegt. Allt var hátíðlegt því jólin voru komin. Skólabækurnar voru í röð og reglu í hillunni og á borðinu var dálítið jólaskraut. Úti við gluggann á milli krakkanna var fiskabúr. i því var skínandi bjart og enginn snjór og þeir sem áttu þar heima vissu ekkert að nú var jólahátíð. Gúbbi litli var á leiðinni til Alberts. Hann var rennandi blautur en það gerði nú ekkert til því hann er fiskur. Albert og konan hans, hún Berta, eru einustu alvöru gullfiskarnir í búrinu. Þau eru appelsínurauð, nærri því hnöttótt í laginu og niður úr tignarlegum uggum þeirra hanga skrautlegir þræðir. Þau eru mjög virðuleg og Albert er jafnvel með ístru. Þegar Gúbbi nálgaðist steinhöllina hans Alberts sá hann að þar voru mörg seiði fyrir og það kom honum ekkert á óvart því seiðunum þykir svo gaman að hlusta á Albert og konuna hans. Þau segja þeim svo margt fróðlegt og skemmtilegt. „Góðan dag,“ sagði Gúbbi litli um leið og hann synti inn um dyrnar. „Blobb, blobb,“ sagði Albert og hélt áfram að segja frá. Öll hin seiðin brostu og kinkuðu kolli til Gúbba því þeim þótti vænt um hann enda þótt þeim fyndist hann stundum dálítið skrítinn. Hann hugsaði um svo margt. Gúbbi kom sér fyrir á milli tveggja rauðra fiska. Sporður- inn á þessum fiskum er alveg sérstakur því aftur úr honum er langt sverð. Þeir eru kallaðir sverðdragar og eru bestu vinir Gúbba. Albert fer að segja seiðunum frá því hvað þau gætu verið hamingjusöm og ánægð ef þau ynnu vel og kepptu öll að því að vera duglegust. Það hafði hann gert og unnið marga sigra. Hann var ánægður og gætti þess að fjölskyldu hans liði vel og vinum hans. Hann sagði að þau væru svo frjáls og gætu farið hvert sem þau vildu og hvenær sem væri. Enginn bannaði þeim að synda fram og aftur, aftur og fram eins oft og eins lengi og hver vildi. Þetta vissu litlu seiðin að var alveg satt því þau höfðu iðulega synt fram og til baka og út um allar trissur. Þau blökuðu eyruggunum og biðu eftir að fá meira að heyra þegar Gúbbi spurði: „Á hvað rekst maður þá ef maður syndir nógu langt?‘ Rauðu sverðdragarnir horfðu á Albert og biðu óþohn- móðir eftir að heyra hvað það væri en hin seiðin reistu bakuggana og hugsuðu að alltaf skyldi Gúbbi spyrja um eitthvað sem allir vissu. Albert sagði að ef hann hefði rekist á eitthvað hlyti hann að hafa séð það og spurði Gúbba hvað hann hefði séð. En Gúbbi sagði að hann hefði ekkert séð og bara rekið snjáldr- ið í eitthvað hart. „Það er nú ekki hægt að reka snjáldrið í eitthvað sem ekki er til,“ sagði eitt af minnstu seiðunum. Við þessu átti Gúbbi litli ekkert svar en ekki vildi hann samt gefast upp því hann vildi vera duglegur eins og Albert. Hann spurði: „Hvað er það sem maður sér ef maður lítur beint upp? „Blobb, blobb, blobb," sagði Albert gullfiskur og bólurnar gáruðu yfirborð vatnsins svo ekkert sást upp úr því. Albert og seiðin voru orðin leið á eilífum spurningum Gúbba litla og hann fann það og honum leið illa. Hann synt' aftur á bak án þess að nokkuð bæri á, út undir vegginu a höllinni hans Albérts gullfisks. Þar var hann heldur hnugg; inn dálitla stund og hugsaði. Gat það verið að hann hefói rekist á ekki neitt og meitt sig? Gat það verið að hin seiðm hefðu aldrei stímt á eins og hann? Gat það verið að Þeíla væri allt saman tóm vitleysa í honum? Lengra komst hann ekki því vinir hans, rauðu sverðdrag arnir komu syndandi til hans. Þeir höfðu tekið eftir Þv' a hann var horfinn og héldu að hann ætti kannski dálítið bag ■ Gúbbi sagði þeim nákvæmlega frá því þegar hann raks á ósýnilega vegginn en þeir sögðu ósköp lítið við Þvl °9 vissu ekki hvað þeir áttu að halda. Aumingja Gúbba var I'1 huggun að því að vinir hans skyldu ekki trúa honum held en var það nokkur furða þegar hann var ekki einu sinn' alveg viss sjálfur? Með grátstafinn í kverkunum sagði hann: „Ég ætla að fara og gá að þessu betur og svo skal e9 segja ykkur hvort þetta er tóm vitleysa í mér eða ekki. „En, Gúbbi minn, það trúir þér enginn," sögðu sver dragarnir. „Mér er alveg sama,“ snökti Gúbbi. .■ „Það er ekki satt, þér er ekkert sama.“ Hann vissi e hvað hann átti að gera. Hann langaði mest til að grafe s y niður í sandinn og deyja. Rauðu sverðdragarnir voru vandræðalegir. Þeir syn 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.