Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 39

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 39
„Amma, segðu mér sögu.“ Ömmudrengurinn, fjögurra ára, skreið upp í fangið á ömmu sinni og mændi framan í hana. Auðvitað stóðst ekki amma þessi biðjandi augu en sagði: „Hvað á ég að segja þér? Þú ert víst búinn að heyra allar sögurnar hennar ömmu.“ „Segðu mér þegar þú varst lítil," sagði hann. „Er ég ekki búin að segja þér allt sem ég man?“ spurði amma en bætti svo við: „Nú eru jólin bráðum að koma, kannski ég segi þér frá fyrsta jóla- trénu sem ég sá og við systkinin fengum, þú hefur aldrei séð þvílikt jólatré. Manstu eftur jólatrénu frá í fyrra?“ „Já,“ sagði vinurinn, „og svo eigum við jólatré úti í garði.“ „Já,“ sagði amma, „okkar tré ''ar nú ekki eins og það. í litla skógii.um í daln- um okkar var aðeins birkikjarr og víðir en ég man að þegar ég var 6 ára þá smíðaði pabbi minn jólatré." „Ha?“ sagði snáðinn, „er hægt að smíða tré? Lætur ekki guð tré vaxa?“ „Jú, nú skal ég segja þér,“ sagði amma. „Pabbi smíðaði tré, það var ekki stærra en svo að það var látið standa á borði. Stofninn var nokkurn veginn beinn lurkur sem hann tálg- aði til. Svo bjó hann til greinar úr spýtum, boraði göt á lurkinn svona hingað og þangað og stakk grein- unum þar inn. En fyrst hafði hann vafið stofninn, það er lurkinn, og greinarnar með mislitum pappírs- ræmum. Þegar svo tréð var tilbúið smíðaði hann fót með gati í miðj- unni og stakk trénu þar í. Hann sneiddi framan af greinunum og bræddi kertin á og þar stóðu þau svo, gul og rauð og blá og græn og hvít. Á aðfangadagskvöld var kveikt á trénu, það látið á koll og við gengum í kring, horfðum hugfangin á Ijósin og sungum jólasálma. Við lærðum snemma sálma og vers. Pabbi og mamma sungu bæði, mamma hafði meira að segja verið organisti í kirkju áður en hún gifti sig. Mamma bjó til poka og körfur úr mislitum pappír og lét í þá rús- ínur og gott sem hún bjó til sjálf.“ Drengurinn hafði horft á ömmu sína með galopin augu, ekkert mátti missa úr frásögninni en svo fór hann að spyrja: „Akkúru var þetta svona? Akkúru kom ekki tré með flugvél? Voru ekki kúlur og jólasveinar? Akkúru var þetta ekki eins og núna?“ Amma leysti úr öllum spurning- um hans því það verður maður að gera við lítil börn. Þau verða að fá svör. Það var ekki farið að flytja inn jólatré frá útlöndum. Ekki uxu held- ur tré á íslandi sem mátti höggva niður. Það var engin flugvél til þá. Allt var flutt með skipum, t. d. rúsín- urnar. Amma sá ekki epli fyrr en hún var 9 ára. Það varð margt „Akkúru“ og „því að“ áður en sam- talinu lauk. „Segðu mér aðra sögu, segðana fram úr þér.“ Amma var farin að skilja hvað hann átti við með því „að segja fram úr sér“; það var það sama og að segja frá, ekki lesa úr bók. Skyndilega segir hann: „Amma, ég á 3 afa.“ „Nú, hvernig þá?“ spvr amma. „Ég á tvo afa hjá Guði og svo á ég Silla-afa." „Hvenær fékkstu hann?“ spurði amma. „Á jólatrénu", sagði hann. Þá rankaði amma við sér og mundi nú eftir því að fjölskyldan hafði farið á jóla- skemmtun með börnin í fyrra. Þar hafði hann kynnst bróður ömmu og þar var afinn fundinn eða eins og hann sagði: „Ég sá aldrei afana sem eru hjá Guði og get ekki talað við þá.“ Vandamálið var leyst: Hann fann bara afa, það var ofur einfalt. Börn virðast hafa mikla þörf fyrir ömmur og afa. Víða hefur maður lesið að roskið fólk hefur tekist á hendur að vera „fóstur-ömmur eða afar“ og leyst þannig þann vanda sem mörg börn eiga við að stríða. Börn og ömmur og afar eru nú ekkí lengur á sama heimili nema örsjaldan en ég álít að stefna beri að því að sambandið milli þessara aðila sé nokkurn veginn reglulegt og gott. Það er örugglega flestum nauðsyn, bæði öldnum og ungum. H.T. KISI GAMLI Kisi gamli var mesti ágætis köttur, hann varði bæði bæinn og fjósið fyrir músum. Stundum skrapp hann út í fjár- hús og hlöðu og kom oftast vel ánægð- ur úr þeirri ferð. Það sem best var við hann var það, að hann tók aldrei litlu fuglana sem voru að flögra kringum bæinn. Honum fannst víst ekki tilvinn- andi að elta þessar fleygu píslir sem þurfti svo mikla fyrirhöfn að nálgast. Þá var nú munur að veiða mýs, bara sitja kyrr og bíða þess að þær kæmu til manns, stinga klónni í þær og draga þær til sín. Nú lá hann úti í garði, undir tré og lét sólina verma svarta belginn sinn. í grasinu í kring tifuðu fjórir litlir þrastar- ungar en foreldrar þeirra flugu í kring auðsjáanlega hrædd um börnin sín. Þau vissu hvað kettir eru oft vondir og éta litla unga. Nú voru þau að vara ungana við hættunni en þeir sinntu því ekki. Þeir voru komnir alveg að kisu en hann svaf og vissi ekki fyrri til en tveir ungar hoppuðu upp á magann á hon- um. Þá leit hann upp og var sem hann vildi segja „nú eru þetta þá þið píslirnar ykkar ég nenni ekki að skipta mér af svona krílum sem enginn matur er f,“ og þar með lagði hann aftur augun og hélt áfram að sofa. Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.