Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 42
Strvádýr
I útilegu
Hér sjáið þið fjögur smádýr sem öll eru á leið í
smá útilegu. En þegar þau eru rétt lögð af stað,
uppgötva þau að nestið hefur orðið eftir heima.
Reynið nú að komast að því hver þessara dýra
rötuðu aftur heim til að sækja nestið.
þarfaþing þar sem börn eru á heim-
ili. Hægt er að gera ágætt borð úr
þeim fyrir lítil börn. Þá er skorið
stykki úr einni hliðinni fyrir fætur
barnsins, og þar getur það setið og
málað og leikið sér án þess að hafa
þurfi áhyggjur af því að það óhreinki
borðið. Barnið getur sjálft málað þá
að utan og skreytt á ýmsa vegu.
Sumir kassar eru svo sterkir, að
barnið getur borðað við þá. Ef veðr-
ið er svo gott, að barnið fæst ekki
inn að borða, má leyfa því að borða
við pappaborðið sitt úti. Það má líka
búa til sjúkrabakka úr pappaköss-
um, þá er skorið stykki úr á báðum
lengri hliðunum, fyrir liggjandi fætur
sjúklingsins. Þessir kassar eru til í
öllum stærðum, svo hægt er að
miða við aldurinn, þegar maður
verður sér úti um slíkan kassa. Þeg-
ar hann er orðinn óhreinn, er hæg-
ast að kasta „borðinu" og fá sér
nýtt.
Pappakassar
ENNISLEIKUR
Hann er fólginn í því, að tveir og
tveir stilla sér upp með appelsínu,
sem þeir skorða milli enna sér.
Leikurinn felst svo í kapphlaupi að
ákveðnu marki og vinna þeir, sem
fyrstir koma að settu marki með
appelsínuna. Ekki má nota hend-
urnar til að halda við eða styðja
appelsínuna.
Veiðimaður
í Veiðimanni geta eins margir
tekið þátt og vilja. Öllum spilunum
er dreift á grúfu og síðan dregur
hver þátttakandi fimm spil. Gengur
spilið út á það að fá sem flesta slagi,
það er jöfnur. Sá sem er í forhönd
spyr einhvern þátttakanda, hvort
hann eigi ákveðin spil og ef ekki
dregur hann eitt spil úr borði. Næsti
maður fer alveg eins að og svo koll
af kolli þar til öll spilin á borðinu eru
uppurin. Hefur þá sá sigrað, sem
flesta slagi hefur.
Heyrið þið hvað úrið segir:
„Ef ég tæki nú upp á því, að
standa eina mínútu tíundu hverja
mínútu, hve langan tíma tæki það þá
mínútuvísinn á mér að komast eina
umferð á skífunni?
42