Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 36

Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 36
FJÖLSKYLDUÞÁTTUR I umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík. JÓLIN KOMA Kom blessaða Ijóssins hátíð.. . . Jólin nálgast, það eru þau eiginlega að gera allt árið, þau eru Ijósi, bjarti punkturinn í tilverunni. Undursamlegur friður og hlýja fylgja þeim, og skyldi það ekki vera einhverangi þess kærleika, sem Jesús boðaði, sem skýst inn að hjarta- rótum okkar um jólin? eða hvernig stendur á því að þá, einmitt þá langar okkur til að gleðja aðra, við brosum hlýlegra til náungans en venjulega, við gef- um í söfnun til hungraðra. Við erum undir einhverjum undarlegum áhrifum Ijóss og yls, sem þó, því miður virðist fjara að mestu út eftir því sem lengra liður frá jólum. Og þeir, sem aldrei fara í kirkju nema þegar skírt er, fermt, gift eða jarðsett i fjölskyldunni eða vinahópnum, fara í kirkju á jólunum. Þá er þetta undarlega aðdráttarafl, sem sigrar alla streituna og hversdagsleikann, að verki, og menn móttækilegri fyrir áhrifum þess. Líklega er það svo, að menn almennt hafa ekki leyft Jólabarninu að ná tökum á sér í alvöru. Það er ekki hægt bæði að hreppa og sleppa. En nú skulum við öll þessi jól hugleiða það, hvers vegna Guð sendi son sinn? . . . hvað hann gerði fyrir okkur mennina, . . . og hvernig við höfum brugðist við til þessa. Það verður hver og einn að taka ákvörðun gagnvart þess- um spurningum. Það er nú einu sinni svo, að maður- inn hefur fengið algjört sjálfræði frá skapara sinum, og verður því sjálfur að taka ákvörðun hvert hann vill fara, og hvað hann vill gera, hvort hann vill nálgast Ijósið, eða fjarlægjast það. Sumir tvístíga, aðrir haltra. Jesús sagið: FYLG MÉfí. Ennfremur sagði hann: Taktu Ijósið þitt og settu það í Ijósastiku, haltu því hátt svo aðrir geti séð það, þú átt ekki að ganga í myrkri, heldur hafa Ijós lífsins . . . Hann sagði líka: Elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður. Eins og ástandið i heiminum er nú, get ég ekki séð að nokkuð annað sé til bjargar en taka boðskap Jesú alvarlega. í þessu sambandi ætla ég að segja frá draumi, sem mig dreymdi um sumarið 1939. Ég var stödd í fíeykjavík á leið til dvalar í Noregi. „Ég stóð niðri á Lækjartorgi, og þar var einnig fjöldi fólks. Skyndilega dimmdi á suðurloftinu, svartir skýja- flókar fóru að þjappast saman, en einkennilegast fannst mér, að í hverjum skýjaflóka var mannsandlit, og þekkti ég þar alla þá sem mest komu við sögu siðustu heimstyrjaldar, þá sem mest hafði borið á, og myndir höfðu oft birst af í dagblöðum. Seinast var þetta orðið stórt og óhugnanlegt svart ský. Mér of- bauð þessi sjón, svo ég sneri mér undan og horfði í norður. Himinninn þar var heiður, en nú fóru að sjást smáblossar af skæru Ijósi. Þessir blossar hreyfðust hver að öðrum og nú fór að koma í Ijós, að það var að myndast maður. Myndin var stór, i margstækkaðri likamsstærð. Síðast sást andlitið. Þetta var Kristur, og hann var einn. Ég get ekki lýst svipnum, en það var eins og ástúð, mildi, kærleikur, samúð, sorg, þjáning, allt þetta og hann horfði á mennina sem mynduðu svarta skýið. Ég óskaði svo heitt, að allt fólkið vildi snúa sér við og horfa á þessa mynd, heldur en glápa á allan þann Ijótleika, sem sjá mátti á suðurhimninum. Það voru fáir sem sneru sér við. Ég vaknaði skyndilega, og hvað gömul sem ég verð, gleymi ég aldrei þessum draumi. Ennþá óska ég þess sama: Að fólk vilji snúa sér við og líta til Krists. í myrkrum Ijómar lífsins sól Þér Guð sé lof fyrir gleðileg jól. Bestu óskir um blessunarrik og gleðileg jól frá okkur öllum í Kirkjumálanefnd Bandalags kvenna í Reykjavik. Hrefna Tynes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.