Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 40
JÓLALEIKIR
Flaskan sem veit allt
Flest börn og unglingar hafa
gaman af aö fara í leiki og ekki spill-
ir ef þeir fullorðnu vilja vera með.
Á jólunum er upplagt að fara í
leiki, þegar fjölskyldan er saman
komin.
AÐ ÞRÆÐA NÁL
Á FLÖSKU
Venjuleg gosdrykkjaflaska er
lögð á hliðina og felst listin í því, að
setjast á flöskuna og þræða þar
saumnál, en fæturnir mega ekki
koma við gólfið meðan á því stend-
ur.
Fólkið sest flötum beinum á gólf-
ið og spyr flöskuna t. d.: „Flver er
greindastur af okkur öllurn?" Svo er
flaskan lögð á gólfið og látin hring-
snúast, en þegar hún fer að hægja
á sér fer leikurinn að verða spenn-
andi, því að þegar flaskan liggur
kyrr, bendir stúturinn á þann, sem
um var spurt.
Líka má spyrja óþægilegra
spurninga, svo sem: „Flver er
mesta kjaftakindin hér inni?“ Líka
má nota þessa aðferð eins og í
dómaraleik, og láta flöskuna skera
úr hver eigi að syngja vísu, lesa
upp kvæði, telja stjörnurnar með
einhverjum í hópnum, o. s. frv.
Treystir
þú
eftirtekt
þinni?
Þetta er leikur fyrir þrjá eða fjóra - eins konar próf í eftirtekt og
minni. Taktu svo sem 10 eða 12 smáhluti, svo sem tvinnakefli, hár-
greiðu, vasaspegil, vasahníf, eldspýtnastokk, hring, biýant, strok-
leður o. s. frv. Leggðu þetta óregiulega á borð og kallaðu svo á
þátttakendurna í leiknum. Leyfðu þeim að horfa á hlutina í eina mín-
útu. Segðu þeim síðan að fara inn í annað herbergi og skrifa nöfn
allra hlutanna eftir minni. - Þetta er ekki svo auðvelt, en gaman er að
reyna það. Verðlaunin mætti veita þeim, sem gerir þetta bæði fljótt
og vel.
40